Væntingarnar og veruleikinn

Ég hlýddi á fyrirlestur í Jóhönnu Guðrúnar Jóhannsdóttur fjölskylduráðgjafa í gærkvöldi. (Ég held að hún sé Jóhannsdóttir man það þó ekki alveg). Hún talaði mjög skemmtilega um væntingar okkar til lífsins og vonbrigðin sem verða þegar þær standast ekki. Einkum og sér í lagi varð henni tíðrætt um ástina og hvernig sætustu draumaprinsar geta breyst í froska þegar minnst vonum varir. Hún talaði líka um að festast í reiðinni og nefndi sem dæmi konu sem í átján ár hafði núið bónda sínum því um nasir að hann drakk fullmikið í brúðkaupsveislunni og hraut því alla brúðkaupsnóttina. Þau hjón leituðu loks til Jóhönnu Guðrúnar og þá spurði hún konuna: „Og hvað færðu út úr þessu?“ Það kom víst á kerlu og hún varð að hugsa sig um. Fyrir mína parta finnst mér átján ára nöldur lágmarksdómur fyrir að sofna á brúðkaupsnóttina og sennilega hefðum við fengið eitthvað út úr því að hittast og ræða þetta, ég og þessi kona.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hahahaha, góð ! 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:28

2 identicon

Ég dáist af  þér fyrir að drífa þig í fjallgöngur með hundinn. Minn er veikur í augnablikinu, þannig að við förum ekki  í langferðir þessa dagana...

Ég kalla konuna góða að hafa úthald í átján ára nöldur... Flestir s(em ég þekki ) hafa hvort eð er ekki orku í eitt né neitt á brúðakaupsnóttina, eftir langan dag og margra vikna stress, þá er bara eins gott að hella almennilega í sig og sofa vel og lengi...

Silja Dögg (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 13:29

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er alveg rétt hjá þér Silja mín og ég verð að segja að ég dáðist líka að þessu einstaka úthaldi konunnar. En hins vegar er það nú svo að við festumst oft í einhverri vitleysu og það getur verið mjög erfitt að ná sér út úr því fari.

Steingerður Steinarsdóttir, 1.3.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Svava S. Steinars

Greinilegt að margir sem hafa sofnað á brúðkaupsnóttina ef þetta er refsingin

Svava S. Steinars, 2.3.2007 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband