Fylgt hvert fótmál

Ég er hægt og hægt að jafna mig eftir fríið. „Margt er skrýtið í henni versu,“ sagði kerlingin og ég verð að taka undir það að víst er það furðulegt að skella sér út fyrir landsteinana í hvíldarferð í sólina og koma dauðþreyttur til baka. Ég get ekki einu sinni afsakað mig með þrásetum á börunum. En svona er þetta. Freyja fagnaði okkur ákaflega þegar við komum heim og ætlaði aldrei að hætta að sýna gleði sína. Fyrstu tvo dagana fylgdi hún okkur líka hvert fótmál og þegar Gummi keyrði mig í vinnuna vildi hún fara með. Það er ákaflega óvenjulegt því blessuð tíkin vill yfirleitt ekki fara í bílinn. Í þetta sinn ákvað hún að gera undantekningu fremur en að missa liðið úr augsýn og þar með kannski úr landi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég myndi líka elta þig hvert fótmál ef ég væri tíkin þín ... heheheheh

Guðríður Haraldsdóttir, 19.3.2007 kl. 19:19

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Velkomin heim. Já, fátt er meira orkukrefjandi en frí, það er hverju orði sannara. Það er tilhugsunin og tilhlökkunin sem gerir gæfumuninn. Yfirleitt er maður fegnastur þegar maður kemur heim í hversdaglega streðið, bölvið yfir veðrinu og vonda kaffið í vinnunni.  Segi sisona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.3.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband