Gömul gen og fúafen

Í morgun las ég viðtal við Pétur Marteinsson og konu hans, Unni Valdimarsdóttur í Fréttablaðinu. Þau segja þar frá þeirri ánægju sem er því samfara að fá barn frá Kína. Þau hjón ákváðu að ættleiða frekar en að reyna til þrautar að eignast eigið barn. Sjálf er ég fylgjandi því að sem flest börn í heiminum njóti umhyggju og ástúðar og það gildir einu að mínu mati hvort menn ákveða að ættleiða, fóstra eða fæða eigin börn. Allar þjóðir hafa auk þess gott af því að blandast og fá nýtt blóð inn í hópinn sem fyrir er. Það sló mig engu að síður illa þegar læknirinn, eiginkona Péturs, segir að þeim finnist þau heppin að fá barn sem ekki sé með þeirra gömlu og þreyttu norrænu gen. Hvað er læknirinn að hugsa? Hefur hún einhver rök fyrir því að gen hennar og eiginmannsins séu eldri og þreyttari en gengur og gerist? Það eru hreinlega engin rök fyrir því að gen norrrænna manna séu þreyttari og eldri en annarra. Ég verð að benda á að Kína og Austurlönd almennt hafa mun lengri og sumir segja merkilegri sögu en við Norðurlandabúar þannig ef eitthvað er þá eru þeirra gen eldri. Hvort því fylgir aukin þreyta ætla ég ekki að tjá mig um. Ef blessaður læknirinn átti einfaldlega við að okkur hér á Norðurslóð væri hollt að fá nýtt blóð til blöndunar þá orðaði hún það ansi klaufalega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, þetta sló mig líka. Satt best að segja fannst mér þetta afar heimskulegt !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.4.2007 kl. 16:40

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Alveg sammála.  Fannst afar hallærislegt að réttlæta ættleiðingu með þessum rökum.  Eftir lestur viðtalsins er ég því pínu fegin að þessi gen fara ekki áfram til næstu kynslóðar.

Svava S. Steinars, 3.4.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband