Gamli fartur

Nú á dögum talar fólk gjarnan um að vera á fartinni. „Ég er alltaf á fartinni,“ segir það. Þetta vekur alltaf svolítið óþægileg viðbrögð hjá mér. Ég fæ alltaf sterka þörf fyrir að flissa og ég vildi óska að fólk talaði frekar um að vera á ferðinni. Ástæðan fyrir þessari óviðeigandi kátínu er sú að þegar ég var barn töluðum við um að farta og áttum við að prumpa. Sá sem prumpaði mikið var fartur og um tíma heilsuðumst við systur gjarnan með kveðjunni: „Sæll gamli fartur.“ Í hvert sinn sem einhver segist alltaf vera á fartinni sé ég fyrir mér viðkomandi manneskju á hlaupum síprumpandi eins og gamla bikkju. Ég er ekki þroskaðri en svo að við þetta setur að mér hlátur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Baður getur ekki BARA verið gömul og þroskuð sál, annaðhvort væri nú.  Svona erum við nú enskuskotin Steingerður mín!

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2007 kl. 15:22

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

hahaha, ég mun aldrei framar geta sleppt því að flissa núna þegar ég heyri þetta.

Guðríður Haraldsdóttir, 20.5.2007 kl. 16:03

3 identicon

Ég sé hvert ég á að sækja prumpu húmorinn... hehe. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt þetta að vera á fartinni og ég tel það mjög skrýtið ef að fólk sem notar þetta orðatiltæki hafi ekki séð tenginguna þar á milli.

Eva Halldóra (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 03:53

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband