Algjörir nördar

Við hjónin verðum nördalegri með hverju árinu sem líður. Við erum farin að hafa gaman af fuglaskoðun og höfum orðið kíki með í för þegar við göngum með hundinn og stoppum af og til og kíkjum á fugla. Ég er nokkuð viss um að ýmsir sem mæta okkur fitja upp á nefið og hugsa með sér: Þvílíkir sauðir. En það er allt í lagi Það er hreint ótrúlega gaman að fylgjast með fuglunum og svo kemur upp í manni ákveðin keppni þ.e. maður fer að keppast við að koma auga á sem flestar fuglategundir og jafnvel merkja við hjá sér þær sem manni hefur þegar tekist að koma auga á. Í vor höfum við séð rauðhöfðaönd, gargönd, skúfönd, toppönd og hávellu. Við höfum líka séð margæsir, heiðargæsir, grágæsir og helsingja auk margra mófugla. Við vorum fórum einmitt í fuglaskoðunartúr út á Álftanes um daginn og skemmtum okkur konunglega. Freyja var ekki eins ánægð, enda varð hún að sitja á strák sínum meðan við horfðum nægju okkar. Hún sér engan tilgang með fuglum annan en þann að reka þá upp hvar sem þeir safnast í hópa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko mín kæra bloggvinkona.  Skil ekki fuglaskoðunarfólk enda er það í góðu.  Maður þarf ekki að skilja allt.  Ef þið hafið gaman að þessu þá er um að gera að njóta þess. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Mér líst vel á ykkur´:) Það tíðkast á mínu heimili að hafa bæði bók um fugla og plöntur með í göngu- og bílferðir yfir sumartímann Ein klikkun hefur nú bæst við en það er GPS tæki sem maðurinn minn hefur með sér þó ekki sé verið að ganga annað en Vestursíðuna sem liggur í hálfhring um hverfið okkar. Hann er kannski orðin hræddur um að rata ekki heim. (Ég ætti nú samt kannski að taka það fram að hann hefur verið að læra á þetta fína tæki)

Aðalheiður Magnúsdóttir, 24.5.2007 kl. 09:12

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Einu sinni tók ég tónlistarkúrs þar sem hluti hans var fólginn í því að husta á fugla..forum út í náttúruna með frábærum tónlistarkennara og fuglaunnanda..sem kenndi okkur að heyra hin mismunandi hljóð og samræður og sönghæfni hinna mismunandi tegunda..alveg frábærlega skemmtilegt..skil ykkur bara vel!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.5.2007 kl. 18:24

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er sjálfur meira fyrir að bjóða fuglum í mat, með góðri sósu. En sumar tegundir eru líka fallega og líklega óætar.

Ætti kannski að prófa þetta með að skoða þá bara.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.5.2007 kl. 17:00

5 Smámynd: Svava S. Steinars

Sá stóran hóp af rauðbrystingum uppi á Kjalarnesi á miðvikudaginn.  Þeir voru svooo sætir   Og í Snarfarahöfn var hópur af tildrum samankominn, hef aldrei séð þær svona margar saman.  Fuglaskoðun er ekki nördaleg, hún rokkar feitt !

Svava S. Steinars, 25.5.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband