Sannaðir og afsannaðir hæfileikar

Um ævina hef ég kynnst ótrúlega mörgum misskildum listamönnum. Undantekningarlaust hafa slíkir veist að mér á börum og skemmtistöðum og hvíslað með slefblautar varir rétt við eyrað á mér: „Ég er svo óskaplega listræn/n og skapandi.“ Sumir eiga skúffur fullar af fögrum ljóðum eða sögum sem útgefendur eru of þröngsýnir og lélegir til að sjá snilldina í en aðrir bílskúrinn fullan af málverkum sem ættu heima við hlið Monu Lisu í Louvre en aldrei komist lengra en að bílskúrsdyrunum. Ég tek það fram að í fæstum tilfellum fékk ég að berja augum þessar einstöku listperlur en tók fyllilega orð skapara þeirra gild og sannfærðist um að misskildir listamenn væru fjölmenn stétt. Allt þar til ég las viðtal við Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem sagði frá því að hún hefði í vinnu sinni sem barþjónn kynnst svipuðum persónum og ég er að lýsa og ákveðið að þetta ætlaði hún ekki að láta henda sig. Fyrst hana langaði að skrifa þá ákvað hún að skrifa og láta ráðast hvort öðrum fyndist hún hafa hæfileika. Við vitum öll hvernig til tókst. Og þá rann allt í einu upp fyrir mér munurinn á sönnuðum og ósönnuðum hæfileikum. Það er nefnilega svo gott að trúa að maður gæti þetta alveg ef maður bara reyndi en hitt er verra að láta rústa draumnum með því að láta á hann reyna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Upp með pennann, stelpa!

Guðríður Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 13:44

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já mikið satt

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.5.2007 kl. 16:22

3 identicon

Kaupi bókina um leið

Þöllin (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 16:55

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Með listamann í maganum?  Láttu vaða

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 23:41

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ehhh ég bara þv erneita að hafa nokkurntímann slefað í eyrað á nokkrum manni eða konu...ég er SVO að reyna mitt besta og fer aldrei nokkurn tímann á bari. til að barma mér. Geri það bara heima hjá mér eða á blogginu!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.5.2007 kl. 01:51

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þarna liggur efinn Steingerður, einmitt þarna. Draumurinn er ekki lengur draumur þegar hann er orðinn að veruleika (ef svo má að orði komast). Æ, ég kem ekki orðum að þessu, en þetta var djúpt þegar ég hugsaði þetta fyrst....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband