Kristilegu kærleiksblómin spretta

Mikið var ég fegin að séra Hirti Magna var veitt aflausn af siðanefnd presta. Ég sá nefnilega ekkert ósiðlegt eða ljótt við orð hans. Ég er því reyndar hjartanlega sammála að sá sem telur sig hafa höndlað hinn eina rétta sannleika er hættulegur. Það er nefnilega stutt í að menn taki að sveifla sveipanda sverði og brenna óæskilegt fólk ef þeir eru of vissir í sinni sök. Kristur boðaði auðmýkt, umburðarlyndi og kærleika og stundum finnst mér trúlaust fólk eiga meira af slíku í sínum sálarkirnum en hinir kristnu. Þegar ég rekst á þannig tilvik tel ég sannast hið fornkveðna að kristilegu kærleiksblómin spretta kringum hitt og þetta. En víkjum að annarri siðanefnd og það er nefnd kollega minna sem dæmdu Kastljós og Helga Seljan sek um grófa móðgun í aðdraganda kosninga. Öðruvísi mér áður brá er það eina sem ég hef um þá niðurstöðu að segja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Maðurinn er náttúrulega bara yfirnáttúrulega æðislegur! Í ljósritunarvélina með hann takk!

Heiða Þórðar, 28.6.2007 kl. 19:50

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Magni eða Helgi???

Já, Magni gefur von. Hann talar af viti, hugrekki og íhugun. Meira en margur kollega hans getur sagt. Með allri og fullri virðingu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.7.2007 kl. 21:55

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tek undir með Guðný Önnu

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.7.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband