Tískulöggur í sálfræðileik

Fyrir tilviljun rak ég augun í sjónvarpið á laugardaginn þegar þáttur með tískulöggunum Trinny og Susannah stóð sem hæst. Ég hef aldrei nennt að fylgjast með þessum þáttum því fatnaðurinn sem þær stöllur velja er að mínu mati ekkert sérlega smekklegur þótt þær vissulega bæti ögn útlit skjólstæðinga sinna. Annað væri eiginlega ómögulegt því viðfangsefni þeirra eru í flestum tilfellum nær örugglega sjónlaus eða það allra versta úr fataskáp þeirra valið fyrir myndavélarnar. Það sem gerði það að verkum að ég fór að fylgjast með var sú staðreynd að þær eru ekki lengur í hlutverki stílista heldur voru þær staðráðnar í að bæta hjónaband viðfangsefnisins og líkamsímynd hennar eftir brjóstnám. Og mér blöskraði. Hvernig í andsk. dettur tveimur manneskjum með áhuga á fötum og tísku það í hug að þær geti tekið að sér hlutverk sálfræðings og hjónabandsráðgjafa? Þær létu sér sem sé ekki nægja að klæða fólkið í ný föt heldur var það látið hátta bak við gegnsætt skilrúm og dást að líkömum hvors annars. Sérlega ógeðfellt! Er þetta enn eitt dæmið um að raunveruleikaþættir þurfa alltaf að stíga skrefinu lengra til að halda vinsældum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Finnst þetta ansi leiðinlegur þáttur sem hefur pirrað mig ósegjanlega. Þessar knur hætta ekki fyrr en þær hafa brotið niður flesta skjólstæðinga sína og gengið þá til að skæla ... og þá hefurst uppbyggingin. Gervisálfræingar!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 24.9.2007 kl. 10:33

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, fengið þá til að skæla ...

Guðríður Haraldsdóttir, 24.9.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband