Systir mín Snati

Í gærkvöldi var ég rifja upp fyrir vinkonu minni söguna af því þegar hinn virðulegi lögfræðingur systir mín sat á vinnustað sínum í hádeginu fyrir margt löngu og hlustaði á útvarpið. Verið var að leika angurvært ógurlega fallegt jólalag sem henni fannst mjög heillandi svo hún deildi þeirri skoðun með vinnufélögum sínum. Þá sagði einhver: „Já, Elvis Presley er alltaf góður.“ „Elvis,“ sagði lögfræðingurinn hneykslaður. „Hann syngur ekki svona. Ef þetta er Elvis er ég hundur og heiti Snati.“ Vart hafði þessi systir mín sleppt orðinu þegar þulurinn sagði: „Og þetta var Elvis Presley.“ Upp frá því var hún aldrei kölluð annað en Snati í vinnunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahahahahah, snilld!

Guðríður Haraldsdóttir, 29.10.2007 kl. 19:51

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þessi er alveg frábær!  Sá hefur þurft að kyngja óbragðinu í munninum! Fjórfætlingarnir eru okkur stundum framar, það er nú það.

Sigurlaug B. Gröndal, 30.10.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband