Óréttlát Tryggingastofnun

Að undanförnu hafa þúsundir aldraðra og öryrkja fengið kröfur um háar endurgreiðslur til Tryggingastofnunar vegna ofreiknaðra bóta á síðasta ári. Dæmi eru um að fólk þurfi að greiða hátt í milljón á einu bretti en ekkert færi er gefið á að greiða í fleiri en einni greiðslu öðruvísi en að fullir vanskilavextir komi þar ofan á. Þetta fólk sem fyrir þessu verður ber enga ábyrgð á reikningsklúðri Tryggingastofnunar en þarf samt að greiða fullu verði handvömm starfsmanna hennar. Í Fréttablaðinu í dag er frásögn af öryrkja sem var svo ósvífinn að biðja um bensínstyrk vegna þess að hann ók langveiku barni sem tengt var honum fjölskylduböndum til og frá sjúkrastofnunum. Þessi styrkur verður nú til þess að öryrkinn þarf að greiða til baka háar fúlgur þótt hann hafi í raun verið að sinna þjónustu sem hið opinbera ætti að veita. Þetta er áreiðanlega ekki eina dæmið þar sem þessar fáránlegu endurgreiðslur eru bæði ranglátar og hreinlega meinlegar. Ég vil skora á Jóhönnu Sigurðar. að fella niður þegar í stað allar endurgreiðslukröfur á hendur öldruðum og öryrkjum. Íslenska ríkið fer ekki á hausinn við það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Það má ekki kenna gömlu vinum mínum á T.R. um allt það sem miður fer.
T.R. er einungis að framkvæma það sem ákveðið er með reglugerðum í viðkomandi ráðuneyti. Menn ættu því að beina spjótum sínum að réttum aðilum. Starfsmenn T.R. fá oftar en ekki á sig mjög óréttláta gagnrýni fyrir það sem þeir hafa ekkert vald til þess að breyta.
Nú er það félagsmálaráðherra, sem ber ábyrgðina. Ég treysti henni vel til að gera skynsamar leiðréttingar á óréttlátum reglum.  

Júlíus Valsson, 31.10.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Júlíus Valsson

ps

ekki má heldur gleyma því hvaða flokkur stóð fyrir tekjutengingunni á sínum tíma! Svarið gæti komið á óvart.... 

Júlíus Valsson, 31.10.2007 kl. 10:46

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Takk fyrir þetta Júlíus. Ég vil taka fram að ég kenni starfsfólki TR alls ekki um óréttlát lög og reglugerðir sem það verður að fara eftir og þess vegna skora ég á félagsmálaráðherra að fella þessar greiðslur niður. Hins vegar kenni ég starfsmönnum um að hafa reiknað vitlaust sem er ástæða endurgreiðslnanna í nokkrum tilfellum (þar á meðal hjá móður minni). Þegar starfsfólki verða á slík mistök vegna skipana að ofan (þeim var víst gert að fara eftir reiknilíkani sem ekki var rétt) ætti stofnunin að sjá sóma sinn í að bæta þeim sem fyrir því verða á einhvern hátt handvömm sína. En því er ekki að heilsa. Fólk þarf að greiða eða fá á sig fulla vanskilavexti ella.

Steingerður Steinarsdóttir, 31.10.2007 kl. 10:59

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

thetta er einsdaemi i vestraenu thjodfelagi slikur gjorningur....refsa odrum fyrir eigin misgjordir!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.10.2007 kl. 21:39

5 Smámynd: Heidi Strand

Margir öryrkjar eru í fátæktargildru. Það er ekki hægt að lifa af 100 þúsundum á mánuði í þessu okurþjóðfélagi.
Ef fólk hættir að vinna vegna heilsutjóns verða bæturnar tengdar við tekjur  maka, en atvinnuleysisbætur eru það ekki.
Ég man hver kom þessu fyrirkomulagi á. það var 95 og var sambærilegur stjórnarcoctail og situr nú við völd. Nú höfum við séð afleiðingarnar nógu lengi. Batnandi mönnum er best að lífa.
Ég bind miklar vonir við Jóhönnu, hennar tími er kominn.

Heidi Strand, 31.10.2007 kl. 22:39

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta skrifa ég undir og er algjörlega sammála þér

Einar Bragi Bragason., 31.10.2007 kl. 23:58

7 Smámynd: Heidi Strand

Mig hryllir við tilhugsuninni.

Heidi Strand, 2.11.2007 kl. 01:37

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er kominn nýr bókalisti....

Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband