Vandræðagangur og vesen

Ég var að reyna að koma hér að færslum um innsta eðli mitt og mannsins míns. Ég tók nefnilega persónuleikapróf inni á vefnum en ég rakst á link á blogginu hennar Nönnu Rögnvaldar www.nannar.blogspot.com. Í ljós kom að ég er velsteikt dramadrottning sem laðast að proskum. Proskar eru þeir karlmenn sem kunna all the moves í byrjun en eru fljótir að hætta riddaramennskunni þegar konan er komin í gildruna. Ég veit ekki hvort maðurinn minn samþykkir að hann sé þá minn týpíski draumaprins. Ef ég þekki hann rétt mun hann bregðast við þessum fréttum með að yppa öxlum og segja: „Akkúrat, eins og gott að mér tókst að blekkja þig í fyrstu.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahaha og æjæj mér finnst eins og komi til með að örla á smásárindum hjá manninum. Kannski svipaður fílingur og þegar:"hvað heldurðu að hann sé þungur? Svona cirka?"

;)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 20:30

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

ha ha ha gott svar hjá honum

Marta B Helgadóttir, 22.11.2007 kl. 21:59

3 identicon

þetta er spennandi, verð að prófa tíhíhíhí..

Góða nótt.

alva (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 00:29

4 identicon

haha ég fell f. FROSKUM !!!

alva (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 00:33

5 identicon

Fannst nú PROSKARNIR skárri...

alva (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 00:34

6 identicon

Heppin

alva (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband