Kirkjan og mannréttindi

Mér finnst gæta undarlegs misskilnings hjá fólki þegar rætt er um trúmál. Í æsingnum yfir því að prestum væri ekki lengur leyft að valsa inn á leiksskóla í Seljahverfi og halda uppi trúarlegum boðskap og svo því að kristilegt siðgæði skuli ekki lengur vera nefnt í grunnskólalögum gleymir fólk að trúfrelsi er eitt af stjórnarskrárbundnum grundvallarmannréttindum. Um þau gildir að þau þykja svo mikilvæg og sjálfsögð að þau eru stjórnarskrárbundin og ekki háð lýðræðisreglum sem byggja á meirihlutavilja. Trú-, skoðana-, félaga-, og málfrelsi eru okkur svo heilög að engin meirihluti getur kúgað okkur til að sætta okkur við að brotið sé á réttindum okkar á þessum sviðum. Það skiptir því engu máli hvort meirihluti foreldra í Seljahverfi elskar prestinn sinn og vill fá hann í heimsókn í leikskólann það nægir einn óánægðan til að eðlilegt og sjálfsagt mannréttindamál sé að gera prestinn útlægan úr leikskólanum. Slíkt ætti í raun aldrei að þurfa koma til umræðu því presturinn ætti sjálfur að vita þetta og hafa smekk til að setja menn ekki í þá aðstöðu að þurfa að gera athugasemdir við yfirgang hans. Nákvæmlega það sama gildir um grunnskólalögin. Við sem teljum okkur siðleg þrátt fyrir að standa utan trúfélaga eigum ekki að þurfa að sætta okkur við að börnum okkar sé kennt á grunni einhvers boðskapar sem við kunnum ekki við. Allt annað er stjórnarskrárbrot og þá gildir einu hversu mikill meirihluti liggur að baki viðtekinni skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Right on!!
Kristilegt siðgæði gengur út á að ganga á rétt fólks vegna meirihluta eitthvað, do not want.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.12.2007 kl. 12:05

3 identicon

Málflutningur þeirra sem vilja ríghalda í eitthvað forneskjulegt orðalag í lögunum er svo heimskulegur að annað eins hef ég hvorki heyrt né séð. Fólk eins og Guðni Ágústsson vill í krafti einhvers „trúarmeirihluta“ og „sögulegrar hefðar“ viðhalda einhverju sem stangast á við mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna.

Þetta er farið að minna mig einna helst á málflutning þýsks stjórnmálaflokks sem naut aukinnar hylli á fjórða áratug síðustu aldar og við vitum hvernig það havarí endaði.

Andri (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 13:42

4 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

 

Þú ert bloggari sem ég les alltaf!

Ég kveð nú bloggheim í bili og sný aftur til Afríku.

Þar sem ég bý er útilokað að blogga en ég les bloggið þegar ég get. Jólagjöfin frá mér til þín er HÉR. 

(http://vilhelmina.blog.is/blog/vilhelmina/entry/391293/)

Gleðileg Jól!

Vilhelmina af Ugglas, 14.12.2007 kl. 17:57

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kvitta upp á þetta, vel orðað

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 14.12.2007 kl. 23:46

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Var stödd inn í Make-up store í Smáralindinni, við Magga (eigandinn) vorum sammála um það að blaðið þitt væri þvílíkt  smekklegt, með skemmtilega pistla ásamt því að slá út Nýju Lífi og Mannlífi er viðkemur glæsileika. Forsíðan er alltaf svo flott!

Langaði bara að segja þér það. Til hamingju! 

Heiða Þórðar, 15.12.2007 kl. 00:26

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

kannski er ég svona gamaldags en þar sem að meirihluti þjóðarinnar er kristinn og við erum flest í þjóðkirkjunni þá finnst mér að einhvern einn eigi ekki að geta stöðvað allt ef það er réttt að einn dugi.

Tek undir með Heiðu með blaðið það er stórglæsilegt........eigum við ekki að setja tónlist í það

Einar Bragi Bragason., 15.12.2007 kl. 01:40

8 identicon

Þakka ykkur kærlega fyrir hrósið Heiða mín og Einar Bragi. Það gleður mig alltaf jafnmikið að heyra að fólk kunni að meta blaðið. Það er tónlistarumfjöllun í blaðinu og ég reyni líka að vera með viðtöl við tónlistrmenn. Þið megið endilega benda mér á ef þið vitið af skemmtilegu efni. En aftur að trúnni. Ég hef ekkert á móti kirkjunni og finnst margt gott í kringum hana en við trúleysingjar erum orðin þreytt á að hér á landi er trúfrelsi í orði en ekki á borði. Trú er skoðun rétt eins og frjálshyggjan eða kommúnisminn. Sennilega þætti þér skrýtið ef Sjálfstæðismenn mættu reglulega í leikskólana til að syngja með börnunum ættjarðarljóð og boða stefnu sína en samt væri það ekkert öðruvísi en að hleypa presti í barnahópinn. Eftir allt saman kaus meirihluti landsmanna Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum og þar með er það orðið eðlilegt að þínu mati að hann fái að boða stefnu sína meðal skólabarna og óvita. Ég get ekki verið þessu sammála. Það er ekkert ljótt í kristnum boðskap og margir telja stefnu Sjálfstæðisflokksins mikið fagnaðarerindi. Hvorugt tel ég eðlilegt að boða börnum hvað sem meirihluta þjóðarinnar líður.

steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband