Af hattaáti og öðru tómstundagamni

Kvefið ætlar að vera þaulsætið í mér í þetta sinn. Af þeim sökum hef ég þambað sólhatt í lítravís og verð eiginlega að viðurkenna að ég er orðin óskaplega þreytt á bragðinu. Í ljósi þess að ég hóta reglulega að éta hattinn minn gangi hitt og þetta ekki eftir þá er það kannski bara reglulega gott á mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér kemur uppskrift handa þér Steina mín, ég vaknaði upp í fyrri nótt með óstöðvandi hnerra og það lak úr öllum götum í andlitinu á mér, ég hélt að ég væri að lamast í andlitinu, ég fór í eldhúsið og blandaði mér sólhatt, c-vítamíni og sólberjasafti, sturtaði þessu í mig og fór að sofa , vaknaði líka svona eldhress um morguninn, ekkert  kvef , góðan bata og knús frá mér

Sigurveig (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband