Gargandi snilldarlaust í morgunsárið

Að venju brugðum við Freyja okkur niður í Kópvogsdal í morgun. Við vorum fremur árla á ferðinni og enginn annar sjáanlegur í dalnum. Ég hætti því á að losa tíkina og leyfa henni að hlaupa ögn um. Hún var frelsinu fegin og ég gekk af stað niðursokkin í hugsanir. Skyndilega heyrði ég skvamp og gæsahópur flaug upp með slíku og þvílíku gargi að aðeins mjög heyrnardaufir Kópavogsbúar og Garðbæingar hafa náð að ljúka morgunblundinum undir þessari tónlist. Ég kom böndum á kvikindið hið snarasta, setti hausinn undir mig og forðaði mér með friðarspillinn eins hratt og ég gat. Hver veit nema morgunfúlir hefðu gripið til vopna, menn hafa nú verið skotnir fyrir minna í Bandaríkjunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Líst vel á Freyju, ættir kannski að hafa með þér haglabyssu næst og sameina góðan göngutúr og veiðiferð.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 31.1.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehehe það hefur verið gaman hjá henni! Svo er svefn stórlega ofmetinn. Sérstaklega fyrir Kópavogsbúa og Garðbæinga

Hrönn Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Hugarfluga

Hahaha .... aldrei má maður ekki neitt!  Freyju langaði bara í gæsapartý!!

Hugarfluga, 31.1.2008 kl. 15:16

4 identicon

Múahahahaha, sé þig í anda með hundinn og hólkinn í Kópavogsdalnum í morgunsárið að plaffa á eftir gæsum

Alma (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 20:01

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Góðan daginn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.2.2008 kl. 11:46

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

he he he eins gott að forða sér

Marta B Helgadóttir, 3.2.2008 kl. 13:10

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Freyja er virðulegt hundanafn. Ef þú veist um gott nafn á tík þá endilega láttu mig vita. Við eigum von á Dalmadömu í sumar ef allt gengur samkvæmt áætlun.

Kolbrún Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband