Furðuleg hugrenningatengsl

Af einhverjum ástæðum hefur mér verið efst i huga í allan morgun gamli húsgangurinn: Nú er úti veður vott, verður allt að klessu, ekki á hann Grímur gott að gifta sig í þessu. Þetta er kannski ekki alveg við hæfi og væri ábyggilega nær að raula Þorraþræl eftir Fjallaskáldið. Ég þarf alltaf að vera eitthvað svo öfug. Kannski er votviðrið svona mikið í huga mínu því mig dreymdi í nótt að ég væri í baði og vatn flæddi yfir baðkersbrúnina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert bara svona berdreymin! Það á að fara að rigna..........

Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það kæmi mér ekki á óvart að vel eigi eftir flæða víða þegar hlánar og við eigum von á suddarigningu og roki. Þá syngjum við báðar hástöfum!

Sigurlaug B. Gröndal, 7.2.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Heidi Strand

 Halló Steingerður

Sólarkveðju frá Malaga. Ég get ekki  lesið blogg hér úti vegna svört rönd með auglýsingu. Tað er líka á mína síðu.

Heidi Strand, 7.2.2008 kl. 16:29

4 Smámynd: Hugarfluga

Ekkert öfugt við þetta þannig séð. Þætti síður við hæfi að söngla "Logn og blíða, sumarsól, sveipar gulli dal og hól."

Hugarfluga, 7.2.2008 kl. 17:40

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

"Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking. Þekking er takmörkuð, ímyndunaraflið spannar alheiminn" - Albert Einstein (1879-1955)

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.2.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það á víst að rigna, ég kýs frekar snjóinn.

Marta B Helgadóttir, 9.2.2008 kl. 00:37

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já skrítið Steingerður...hjá mér er það; sól sól skín á mig ;) njóttu dagsins elskan.

Heiða Þórðar, 9.2.2008 kl. 11:43

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mágkona bróður míns orti eitt sinn, í Volkswagenbjöllu með bróður mínum (mági sínum) einn votan haustdag, á leið frá Garðahreppi til Reykjavíkur: nú er úti veður vott, verður allt að klessu, viltu ekki Valur minn, vera bróðir Hiddu? Mér hefur alltaf fundizt þetta einkar skemmtilegt og deili þessu hér með þér!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband