Í rúmið með Bill Bryson

Að undanförnu hef ég verið að lesa Stiklað á stóru um næstum allt eftir Bill Bryson. Bókin sú er af stærri gerðinni og því ekki heiglum hent að druslast með hana í rúmið en ég hef látið mig hafa það fyrst og fremst vegna þess að maðurinn er svo skemmtilegur penni að maður er tilbúinn að leggja ýmislegt á sig. Áður hafði ég lesið Notes from a Small Island og Notes from a Big Country en i þeirri fyrri skrifar Bill um reynslu sína af því að vera Bandaríkjamaður búsettur í Bretlandi og í hinni síðari um hvernig það er að koma aftur heim til USA eftir tuttugu ára búsetu í Evrópu. Báðar eru frábærar. Bill er mikill húmoristi og kann þá list að opna manni nýja sýn á alla hluti. Maður sem getur skrifað um mikla hvell þannig að hann sé bæði fyndinn og spennandi hlýtur að vera góður, ekki satt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þarna hittirðu mig í hjartastað, ég dái þennan höfund og hef lesið margar, margar bækur eftir hann, m.a. þessar sem þú nefnir. Ég hef bent nokkrum Bretum á að lesa Notes from a Small Island og Big Country því að í báðum bókunum bendir Bryson Bretum kurteislega en réttilega á hvað þeir vanmeta landið sitt.

Ein af mínum uppáhalds er hins vegar Mother Tongue. Ég hef unnið sem þýðandi í 20 ár og mest þýtt úr ensku. Þessi bók fjallar um enska tungu, sögu hennar og þróun í aldanna rás og Bryson gerir það á svo skemmtilegan hátt að það er eins og maður sé að lesa spennusögu!

Hann er rábær... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.2.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

...frábær! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.2.2008 kl. 13:16

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Steingerður, ég las þessa bók næstum spjaldanna á milli um jólin. Hún er gersamlega frábær. Þarna er tæpt á svo mörgu sem maður hlýtur og verður að hafa áhuga á....! Tærasta snilld. Ég á bókina Notes from a Small Island, en hef ekki komið í verk að lesa hana. Mun gera það á næstunni. Góða skemmtun!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.2.2008 kl. 13:45

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

P.S.: Góður bólfélagi, Bill Bryson ...!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.2.2008 kl. 13:46

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Á ég að trúa því að þið farið með bók í rúmmið, myndi krefjast skilnaðar á forsendum huglægs framhjáhalds.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.2.2008 kl. 19:45

6 identicon

Sæl Steinka,,,já sá er maðurinn!

Ég las þessa bók um jólin og fannst hún meiriháttar, nú er ég að fara yfir hana aftur með 11 ára syni mínum og höfum við verulega gaman af. Hún er sennilega ekki fyrir alla á þeim aldri en þegar fullorðinn les hana með barni þá er þetta meiriháttar. Eitt það skemmtilegasta sem við feðgar höfum tekið okkur fyrir hendur.

Jón Baldur (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 13:11

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Nú er kominn valkostur fyrir þá sem vilja vera lausir við auglýsingar á bloggsíðum sínum.  Sjá hér

Marta B Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 17:23

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Elsku Nonni minn, það var þér líkt að lesa svona fróðlegar bækur með börnunum þínum. Og Þorsteinn Valur, jú, vissulega er þetta bullandi framhjáhald en maðurinn minn er þjálfaður í þola slíkt. Eftir að ég sýktist af krossgátubakteríunni og varð forfallin í vísbendingagátu Morgunblaðsins kallar hann ekki allt ömmu sína.

Steingerður Steinarsdóttir, 21.2.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband