Hvað er að sumu fólki?

Ég hef verið hálfdöpur og leið alla helgina. Ástæðan er ekki sú að eitthvað sé að hjá mér sjálfri heldur kom lítil frétt í Morgunblaðinu á föstudaginn mér í slíkt uppnám að ég hef ekki getað vikið þessu úr huga mér. Einhverjir óþokkar skildu lítinn kettling eftir einan í íbúð upp á Akranesi og þar leið þessi vesalingur vítiskvalir þar til lögregla braust inn í og færði hann til dýralæknis sem varð að svæfa hann. Dýrið var svo langt leitt að ekki var hægt að bjarga því. Hvað er í hausnum á þessu fólki? Hvað er hreinlega að því? Og hvernig stendur á því að dýraníðingum af þessu tagi er aldrei refsað? Muniði hestaníðinginn sem barði hrossið sitt með svipuskafti og náðist á mynd. Hann var ekki einu sinni ákærður og heldur sennilega uppteknum hætti enn í dag. Mér líður eins og Heine forðum þegar hann orti til Lórelei: Ég veit ekki af hvers konar völdum svo viknandi dapur ég er. Ég skil ekki hvernig hægt er að gera svona. Í raun réttri ætti að dæma fólk til að gangast undir sömu píslir og það lagði á dýrin. Kannski það kveikti einhverja glóru skynsemi í hausnum á því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er skelfilegt Steingerður og ég skil ekki hvaða fyrirkomulag ríkir í heilanum (og hjartanu) á svona fólki.

Þeir ættu að fá inn af sama meðali.  Myndi kannski kenna þeim eitthvað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Ragnheiður

Já þessi frétt var alveg skelfileg. Ég skil ekki hvernig fólk getur gert svona. Á tímabili horfði ég stundum á Animal Planet. Þar eru dýralögguþættir. Þar er þetta algengt. Dýrin skilin eftir, án matar og vatns. Þannig veit ég líka að þau þurfa að vera ansi illa haldin og langt gengin til að það verði að lóga þeim.

Svona fólk

Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þetta er algengara en við höldum, vinkona mín tók einmitt einn kött að sér eftir að nágrannar hennar í Hafnarfirði fluttu en skildu kisu greyið eftir.

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.4.2008 kl. 10:22

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

já ofbeldið er þarna úti - bæði á dýrum, börnum og fullorðnum. Ömurlegt að lesa um svona lagað.

Linda Lea Bogadóttir, 6.4.2008 kl. 11:10

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er algjörlega óskiljanlegt að fólk geri svonalagað.

Marta B Helgadóttir, 6.4.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: Heidi Strand

Dette er uforståelig for oss at folk kan være så grusomme. Jeg er enig i at det må taes hårdt på slike forbrytelser, men det skulle også ha vært undersøkt hva som ligger bak hos disse mennesker som gjør slikt. Da hadde det kansje på lang sikt vært mulighet å forebygge noe av volden både mot dyr og mennesker.
Det er et som er visst  at disse menneskene som piner andre, er ikke som de skulle ha vært og merkbart skadet på en eller annen måte.

Heidi Strand, 6.4.2008 kl. 14:12

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Svona grimmd hlýtur að verða kærð!  Og þeir sem þetta gerðu teknir til bæna. Því sá sem svona gerir ber ekki virðingu fyrir"neinu lífi", sem "ekki" getur varið sig, og þarf því athugunar við.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.4.2008 kl. 18:10

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þegar fólk getur níðst á börnum og reyndar bara hvert öðru yfir höfuð, þá ætti þetta ekki að koma manni á óvart.. en það gerir það alltaf. Maður getur ekki skilið grimmdina. Eða hversu ''sama'' fólki getur verið. Ég fór með læðurnar mínar tvær til dýralæknis um daginn til að láta taka þær úr sambandi, og okkur grunaði að við værum aðeins of sein með þá yngri. Þegar ég talaði við dýralækninn í síma og sagði við hana að mér óaði við að láta eyða litlum kettlingum en gæti heldur ekki hugsað mér að láta þá fæðast, þurfa að láta þá frá mér og vita í rauninni ekkert hvar þeir enduðu, þá svaraði hún að borgin væri yfirfull af köttum og einmitt útigangsköttum sem fólk setti út á guð og gaddinn. Það sannfærði mig um að ég væri að gera rétt. Og þeir reyndust fimm. Litlu angaskinnin. Mig dreymdi þá daginn eftir. En ég ætlaði nú ekki að setja inn færslu hérna hjá þér...

Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 20:32

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

sumt fólk er fífl

Einar Bragi Bragason., 6.4.2008 kl. 22:32

10 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Nei, Steinka mín, maður skilur ekki svona. Þetta fólk sleppur líka alltaf. Ljótar sögur heyrði ég frá konu sem var mikill dýravinur og bjó við Bergstaðastrætið. Ég var með læðu sem ég hafði fundið úti í kulda og trekki einn nóvembermánuð árið 1991. Læðan reyndist kettlingafull og gaut hún þeim hjá mér. Eigandi læðunnar fannst ekki þrátt fyrir mikla leit en við þessa leti kynntist ég ofangreindri konu. Ég auglýsti kettlingana en enginn vildi þá. Einhver sagði mér þá að Gullfiskabúðin sem þá var í Fischersundi tæki við kettlingum og seldi gegn vægu gjaldi. Þessi umrædda kona tjáði mér að ég skyldi aldrei í lífinu láta kettlinga fara þangað. Það væri ekki fylgst með því hver væri að kaupa þá og hún vissi að ungmenni hefðu keypt þá og murkað úr þeim líftóruna sér til skemmtunar þarna í miðbænum. Hún hefði orðið vitni að slíku einu sinni sem oftar. Ráðlagði hún mér að láta svæfa þá, það væri þeim fyrir bestu fyrst enginn vildi eiga þá. Það voru ein þau þyngstu spor sem ég hef tekið á ævi minni en huggaði mig við það að þetta væri sársaukalaust og þeirra biði ekki kvalræði. Ég hvet alla sem eiga ketti að láta gelda þá. Óvelkomin afkvæmi er sársaukafullt að losa sig við þegar enginn vill þá. Það er alltof mikið af þeim, því miður.

Sigurlaug B. Gröndal, 6.4.2008 kl. 22:52

11 identicon

svona á ekki að gera

MaríaE (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:16

12 Smámynd: Hugarfluga

Guð minn, en sorglegt.  Þvílík mannvonska! Maður skilur ekki hvernig nokkur getur gert svona. 

Hugarfluga, 8.4.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband