Meinleg uppákoma

Eftir hádegi í dag þurfti ég að sitja fund sem teygðist nokkuð lengur en ég átti von á. Þannig háttaði til á fundarstaðnum að ekki var hægt að komast þar á klósett. Ég hafði nýlega innbyrt hádegisverð og kaffi á eftir þannig að fljótlega fór ég að finna allóþyrmilega fyrir því að mig langaði að heimsækja hreinlegt postulínstæki af þeirri tegund sem enginn getur verið án. Fundurinn hélt svo áfram að dragast á langinn og erindi mitt á þennan friðsæla stað varð sífellt brýnna. Loksins lauk þessum ósköpum og ég bókstaflega flaug út í bíl. Ég keyrði í loftköstum upp í vinnu og skreið í keng út úr bílnum og inn á klósett, skíthrædd um að pissa hreinlega á mig. Mikið lifandis ósköp og skelfing var það góð tilfinning að setjast á salernið og losa mig við vökvann. Ég þarf sennilega ekki að fjölyrða um það því allir sem einhvern tíma hafa reynt eitthvað viðlíka skilja mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

13 ára fékk ég hláturskast á sumarkvöldi með vinkonum mínum á meðan ég beið eftir strætó.  Ég hló móðursýkislega eins og gelgna er háttur og ég pissaði á mig.  Það sem meira er að ég ætlaði ekki að geta hætt að pissa.  Almáttugur minn og ég hló ennþá meira.  Maður er auðvitað bilaður.

Ég skil þig skelfilega vel og til hamingju með að hafa náð á postulínið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já,  ég tek undir með Jenný til hamingju að hafa náð í tæka tíð.  Þetta er alveg skelfileg lífsreynsla sem hefur örugglega komið fyrir flesta, ef ekki alla einhverntíma.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.4.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið rosalega skil ég þig vel.

Ég var einu sinni í vinnu sem gjaldkeri hjá Flugfélagi Íslands - innanlandsflugi. Sat í pínulitlum bás og handskrifaði og seldi farseðla. Þetta var árið 1977. Gjaldkeri var einn á vakt og enginn af afgreiðslufólkinu gat leyst hann af. Þótt ég þyrfti á postulínið var það einfaldlega ekki hægt með langa röð af kúnnum fyrir framan litla básinn. Eða hvað hefðu flugfarþegar haldið og sagt ef miðasölustúlkan hefði staðið upp og sagt: "Afsakið, en nú þarf ég að fara og pissa" og skilið þá eftir standandi í röðinni á meðan?

Ég var rúmlega tvítug þá og lærði að halda í mér. 25 árum seinna var mér sagt af leiðbeinanda á skyndihjálparnámskeiði að maður ætti ALDREI að halda í sér ef mögulega væri hjá því komist af því það færi svo illa með mann. En þau skilaboð komu allt of seint fyrir mig.

Ertu annars ekkert að leiðsegja, Steingerður?

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.4.2008 kl. 01:09

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

þú drepur mig!

Marta B Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 20:44

5 Smámynd: Brynja skordal

úff mjög erfitt að lenda í þessu en sumir hafa alveg ótrúlega samkvæmisblöðru!! En já hef alltaf heyrt þetta sem Lára hanna seigir að það sé mjög slæmt að halda lengi í sér sem sagt stelpur mínar pissa um leið og blaðran seigir til um það eða gera bara eins og Jenný láta það bara flakk seigi svona hafðu ljúfan sunnudag

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 00:07

6 Smámynd: Hugarfluga

*réttupphönd* Ég kannast sko við svona ... og þegar mér er mál þá er mér mál NÚNA!

Hugarfluga, 20.4.2008 kl. 12:43

7 identicon

Já, stelpur mínar þetta geta verið erfiðar aðstæður. Ég hef ekki verið að leiðsegja að undanförnu Lára Hanna vegna hinnar vinnunnar. Það er einfaldlega of mikið að gera. Ég fer hins vegar oft í gönguferðir með Kraftgöngu.is sem er fyrirtæki sem vinkona mín á og leiðsegi þar með henni.

Steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 14:01

8 Smámynd: Svava S. Steinars

Ég þurfti að bruna á fund kl. 1 hjá Siglingamálastofnun um daginn.  Ég hafði drukkið Egils Kristal og kaffi í hádeginu og það fyrsta sem beið mín þegar á fundinn var komið var kaffibolli sem ég af asnaskap drakk þegar í byrjun fundar.  Nema hvað, fljótt fór að bera á þörf fyrir heimsókn í ákveðið herbergi en staðan á fundinum var þannig að ekki var hægt að fara út.  Og hvað menn gátu talað!  Og rætt !  Og spurt mig endalausra spurninga.  Loksins þegar fundinum lauk rétt fyrir 3 staulaðist ég út og hóf örvæntingarfulla leit að salerni.  Þau reyndust öll upptekin og ég endaði á að bruna niður í vinnu og náði með herkjum að nýta mér aðstöðuna þar.  Held mér hafi aldrei verið jafnmikið mál á ævi minni !!

Svava S. Steinars, 22.4.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband