Í leit að Brimkatli

Við Guðmundur héldum ásamt Svövu systur út á Reykjanes í hádeginu í leit að Brimkatlinum fagra sem þar er að finna. Við höfðum aðeins mjög ónákvæmt kort að styðjast við og héldum því af stað í leit að þessu fallega náttúrufyrirbæri sem kúrir við klettana í enda Staðarbergs og er stundum kæft í brimi. Eftir nokkurra klukkustunda klifur og skrið í stórgrýttri fjöru römbuðum við á staðinn. Þá sáum við stórt skilti upp við veginn sem vísaði skynsömum ökumönnum á að þar fyrir neðan væri ketillinn góði. Það voru svolítið skömmustulegar systur sem komu sér fyrir við skiltið og biðu eftir að Guðmundur kæmi á bílnum sem lagt hafði verið í um það bil hálftíma fjarlægð frá skiltinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.4.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Snilld

Heiða Þórðar, 28.4.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl Steingerður. Reykjanesið er hrikalegt ásýndar og stundum er slæmt í sjó þarna og fyrir röstina,þegar ég var að koma heim í desember rétt fyrir jól lentum við í bræluskít fyrir suðurlandi og fórum í röstina þá var vindhraði um 30 m og brimsaflar miklir og háir þannig að allt lauslegt í eldhúsinu fór á fleygiferð ásamt vatnskælinum sem er festur sérstaklega,þannig getur Reykjanesið verið.

Guðjón H Finnbogason, 28.4.2008 kl. 00:52

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En þið funduð hann þó!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.4.2008 kl. 01:47

7 identicon

Leiðsögumaðurinn klikkar ekki hahahaha

MaríaE (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 21:39

8 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Haha frábært. Skemmtilegur sunnudagsbíltur hjá ykkur

Linda Lea Bogadóttir, 4.5.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband