Hversdagsgæði og veislugrimmd

Einu sinni heyrði ég sagt af því að kona sem var að undirbúa gullbrúðkaup sitt hefði verið spurð að því hvað væri svo gott við eiginmann hennar að það gerði að verkum að samband þeirra hefði enst svo vel. Hún svaraði: Hann Jón minn er veislugrimmur en hversdagsgóður. Hún átti við það að karl hennar fór yfirleitt með veggjum í veislum, leiddist þær og vildi fremur halda sig heima en blanda sér í glaum og gleði nágrannanna. Heima fyrir var hann svo eins og hún lýsti hversdagsgóður. Mér hefur alltaf fundist þetta frábær mannlýsing og held að hversdagsgóðir menn séu mun betri en þeir sem njóta sín í veislum og á mannamótum en eru hálffúlir og leiðinlegir heima fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Þetta er yndisleg lýsing. Kannski þetta sé grunnurinn að langvinnri sambúð:)

Aðalheiður Magnúsdóttir, 12.5.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Þetta er yndisleg lýsing. Kannski þetta sé grunnurinn að langvinnri sambúð:) Mér varð hugsað til fyrri færslu þinnar hér í dag þegar dóttir mín og maður hennar fóru að tala um að nafna mín vildi alltaf fara bryggju rúnt og skoða skipinn þegar þau væru úti að keyra.

Aðalheiður Magnúsdóttir, 12.5.2008 kl. 18:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það segirðu svo sannarlega satt!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 20:58

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skynsamlega ályktað, ég er sammála ... (eins og alltaf þegar um súper-skynsamlegar skoðanir er að ræða)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.5.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

 góð lýsing, nota þetta við næst ásökun um félagsfælni

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.5.2008 kl. 22:20

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg sammála :)

Marta B Helgadóttir, 12.5.2008 kl. 22:20

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þá er ég veislugrimm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2008 kl. 22:53

8 Smámynd: Heidi Strand

Ekki verra  ef hann er veislugóður líka. Bæði goður heima og í veislum. Ef það er bara eitt, er heimagóður betra.

Heidi Strand, 13.5.2008 kl. 21:02

9 Smámynd: Ár & síð

Takk fyrir, Heidi mín Yrðu það nú ekki annars hálfdapurlegir mannfagnaðir ef þar væri hvur kjaftur veislugrimmur?
Matthías

Ár & síð, 14.5.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband