Dorgað við sjónvarpið

Líkt og allir vita hef ég gaman af bögumælum og ambögum ýmiss konar. Í gær heyrði ég sögur af konu sem var nokkuð óðamála og kannski ekki alltaf með öll orðatiltæki á hreinu. Eitt sinn mætti þessi kona venju fremur framlág í vinnu og gaf þessa skýringu á þreytu sinni: „Ég tók vídeóspólu í gærkvöldi og lá svo dorgandi yfir sjónvarpinu í allt gærkvöld og var andvana í alla nótt.“ Þetta finnst mér óstjórnlega skemmtilega að orði komist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er alveg toppurinn !   

 Ég þekki líka eina sem m.a. sagði : - Þá vissi ég bara ekki fyrr en það kemur þessi líka Tröll úr heiðskýru lofti, - og við þustum öll inn,  annars veit ég ekkert betra en að vera á skíðum út í "guðs grænni náttúrunni".  -

En það toppar ekkert þessa dorgandi, andvana konu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.6.2008 kl. 18:52

2 identicon

já, vinkona mín sagði alltaf; öllu er best, skotið á frest.... svo sagði systir mín í dag; þvílíku skýjakljúfarnir...ætlaði að segja; þvílíku skýjabakkarnir...

alva (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 21:44

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Hver skyldi aflinn hafa verið?Hehehehehehehe þetta er alveg milljón! Þetta er svona "Bibbu á Brávallagötu" syndrome!

Sigurlaug B. Gröndal, 2.6.2008 kl. 21:49

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég á eina svona vinkonu! Hún er ótæmandi fjársjóður fliss.......... Hún talar um "Glennu Gloss" og við vitum hvað hún meinar en kannsi enginn annar......

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 00:51

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kannast við eina sem kemur aldrei fyrr en eftir djúpan disk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 10:03

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

þið eruð óborganlegar

Marta B Helgadóttir, 5.6.2008 kl. 21:38

7 Smámynd: Gúnna

HUH (= lol, þe. hlegið upp hátt)

Það er svo gaman að svona bulli

Gúnna, 8.6.2008 kl. 15:06

8 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Skyldi hafa bitið á hjá henni???????

Linda Samsonar Gísladóttir, 8.6.2008 kl. 16:02

9 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Muniði eftir setningunni úr Sódómu þegar pilturinn segir við stúlkuna í kulinu úti á svölum: " Láttu ekki slá um þig, þú gætir forskalast"

Þetta er uppáhalds setning mín úr Íslenskri kvikmyndasögu 

Linda Samsonar Gísladóttir, 8.6.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband