Æðruleysi og æruleysi

Við vorum að ræða um útvarpsmenn og hversu misjafnir þeir eru nú hér í vinnunni og þá datt mér í hug saga af þekktri útvarpskonu. Eitt sinn var hún með þátt í vikunni fyrir jólin og hringt var inn. Á línunni var maður sem sagði sínar farir ekki sléttar. Hann var að sjálfsögðu öryrki og illa staddur í lífinu og þennan dag hafði hann haldið af stað í bæinn til að kaupa jólagjafir og týnt veskinu sínu. Líkt og venjulega þegar veski týnast á Íslandi rétt fyrir jólin var aleiga hans í því. Útvarpskonunni gengu raunir mannsins að hjarta og hvað eftir annað æjaði hún og óaði meðan hann sagði söguna. Að lokum kvaddi hún manninn og sendi þessi skilaboð til hlustenda sinna: Ég vona bara að veskið finnist og ég bið skilvísan hlustanda að skila því nú inn. Það er svo agalegt að tapa svona ærunni rétt fyrir jólin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 22:25

3 identicon

tíhíhíhíhí, útvarpskonan hefur kannski verið að tapa glórunni, svona rétt fyrir jólin og kannski smá ærunni líka með þessu bulli sínu, hahaha...en menn eru kannski bara æðrulausir, svona rétt fyrir jólin og erfa þetta ekki lengi við hana en við skulum vona að maðurinn hafi fundið hýruna sýna aftur...

...smá bull frá mér..stoppa núna áður en ég missi æruna eitthvað út í loftið

Góða helgi, snillingur!!

alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hahahahaha!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:25

5 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Svei mér þá! Þetta er nú alveg ótrúleg ambaga. Það ætti nú að setja sumt af þessu blessaða fjölmiðlafólki á íslenskunámskeið og blaðaskrifurum á réttritunarnámskeið, slíkar eru ambögurnar og vitleysurnar sem koma fram.

Sigurlaug B. Gröndal, 24.7.2008 kl. 12:37

6 Smámynd: Hugarfluga

Hahaha ... hún hefur eflaust nagað sig í handarkrikana þegar hún fattaði að henni hefði orðið fótaskrokkur á tungunni.

Hugarfluga, 24.7.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband