Himnaríkisveisla

Við Svava systir mættum galvaskar í afmæli Himnaríkisfrúarinnar í gær og tróðum okkur út af kökum, brauðtertum og öðru góðmeti. Ég get trúað ykkur fyrir því að hún klikkaði ekki á kaffinu og það var jafngott og aðrar veitingar. Við gátum ekki stillt okkur um að berja saman heimskulega limru í afmæliskortið, enda finnst okkur það tilheyra. Hér er kveðskapurinn:

Hin eðla Himnaríkisfrú

er, upp á æru og trú

fimmtug í dag

svo nú er lag

að byggja upp á Akranes brú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með flotta limru og Himnaríkisfrúna sem ég tel mig eiga ögn í líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottur kveðskapur.....

Hér kemur uppskrift af rabbarbarapæ sem ég hef örugglega stolið einhversstaðar Smile

200 gr. mjúkt smjörlíki

200 gr. sykur

200 gr. hveiti.

100 gr. suðusúkkulaði, saxað.

Rabbarbari.

Hnoðið vel saman smjörlíki, sykri og hveiti. Setjið megnið af deiginu í form og þekið með niðurskornum rabbarbara. Setjið afganginn af deiginu ofan á og stráið kanilsykri yfir.

Sumir kjósa að borða súkkulaðið á meðan hitt er hrært saman en ég kýs að láta það snúast með síðustu hringina ;) 

Bakið við 200°C þar til þetta er orðið fallega brúnt. Borðið með ís eða rjóma. 

Bon a´petit!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 11:57

3 identicon

Þetta hefur verið sannkallað gúmmulaðisafmæli...

girnileg uppskriftin hérna að ofan hjá Hrönn...

alva (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 23:59

4 Smámynd: Heidi Strand

Hér er nammi fyrir augað.
http://www.linkinn.com/_Eye_catching_Photocollection

Heidi Strand, 20.8.2008 kl. 08:05

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég eiginlega verð að segja að þetta ástríka umhverfi fer þér einkar vel.

Heiða Þórðar, 20.8.2008 kl. 17:03

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hæ..takk fyrir síðast. Ertu til í að senda mér mailið þitt.   kbaldursdottir@gmail.com?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband