Hauströkkrið yfir mér

Ætli það sé ekki eitthvert hauströkkur að setjast að í sál minni. Ég hef verið svo andlaus að undanförnu að mér hefur bókstaflega ekki dottið neitt í hug að skrifa um. Í gær brugðum við hjónin okkur hins vegar í göngu um Heiðmörk til að njóta haustlitanna og þar gaf að líta þvílík ókjör af berjum að ég varla séð annað eins. Berin voru auk þess svo stór og safarík að ég gat ekki stillt mig um að tína og tína og háma í mig í gríð og erg. Gummi og tíkin biðu á meðan ég tók verstu græðgisköstin en undir það síðasta voru þau farin að reka á eftir mér og sýna óþolinmæði gagnvart þessu ótrúlega áti. Það hefði nefnilega mátt halda að ég hafi ekki séð mat í fjölda ára. Hugsanlega eru berin í Heiðmörkinni ónýt eftir nóttina í nótt en mér skilst að víða hafi verið frost og héluð jörð  í morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl vinkona

Æ- mikil skelfing er að heyra að þú fáir líka svona óstuðs köst.

Það er ekkert betra við slíku en að teiga að sér hreint svalt morgunloft að hausti. Ég í það minnsta fæ alltaf tilfinninguna" bretta upp ermar og drífa í þessu" á haustin. Leyfa sér frekar að svamla í sinnuleysi og fánýtri slökun á sumrin. Veturinn er svö djöfull langur ef maður kýlir ekki á einhver fyrirferðarmikil verkefni.

Vona að þú hafir fundið innblásturinn í mínu gamla "home range" Heiðmörkinni.

Kveðjur,,,,,

nonni (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 09:51

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er hollt held ég að fá smá óstuð í sig öðru hvoru, maður hægir á aðeins um stund, hugsar sinn gang og kann svo að njóta þess betur þegar maður er EKKI í óstuði.  

Marta B Helgadóttir, 25.9.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Segi eins og Marta, njótta þess bara aðeins að detta í smá doða og leyfa drunganum að gegnsýra þig - en bara um stund! Ofurkonur þurfa líka að prufa að vera ekki ofurkonur - um stund.

Knús-og haustkveðjur til þín

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:52

4 identicon

já, það er bara gott að taka svona óstuðsköst stundum ;) en berin í ár, ég hef ekki séð annað eins - aldrei -  og mér finnst hálfóþægilegt að láta þau liggja svona ótýnd...maður er svo nýtinn eitthvað

Kærar kveðjur!!

alva (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:20

5 Smámynd: Heidi Strand

Var det blåbær elle krækling. Hvis det var blåbær, vil du få mye energi.Blåbær er så godt for hjernen.

Jeg kan kun plukke bær fra trær. Ryggen og knærnre tillater meg ikke å gå på blåbærtur.

Beste hilsen

Heidi Strand, 28.9.2008 kl. 11:29

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 29.9.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband