Hvar eru frjálshyggjupostularnir nú?

Hrun markaðanna um allan heim hefur fært okkur heim sanninn um að þjóðskipulag byggt á frjálshyggju er ekki það besta. Frjálshyggjupostularnir sem hlökkuðu yfir líki kommúnismans á sínum tíma og fullyrtu að sameignar- og samábyrgðarþjóðskipulag gengi ekki vegna þess að það væri andstætt eðli mannsins eru undarlega þögulir nú. Skipbrot græðginnar er sem sé ekki eins áhugavert og skipbrot mannúðarinnar. Því þrátt fyrir hið meingallaða þjóðskipulag Sovíetríkjanna er mannúð kjarninn í hugsjón kommúnismans og félagshyggjunnar. Ef græðgin er svona eðlislæg manninum ber okkur þá ekki skylda til að hemja hana og leggja í bönd? Alls staðar heyrast raddir sem segja að Glitnismálið sé aðeins byrjunin, bráðum taki dómínókubbarnir að falla hver af öðrum og Kaupþing og Landsbankinn riði til falls. Skattborgarar þessa lands verða látnir borga brúsánn á  einn eða annan hátt. Enginn bankastjóranna sem þáði hundruð milljóna í laun árlega hefur boðist til að borga til baka eitthvað af gróðanum. Miðstéttarfólkið með meðallaunin er ekki ofgott til að taka á sig byrðar að ekki sé talað um hina sem minna hafa. Ríkið hefði aldrei átt að selja bankana og ef meiri félagshyggja og jafnaðarstefna hefði ríkt hér undanfarna áratugi væri ekki svona komið í efnahagslífinu. Það er staðreynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

  Hvað tekur það okkur langan tíma að ferja okkur úr landi ??? öll 300 þúsundin??? Ætti ekki að taka lengri tíma en góða helgi, svona áður en við þurfum að borga brúsann, ég er sérfræðingur í flutningum, svo ég verð ekki í vandræðum með þetta,  tek þetta að mér fyrir þjóðina

Sigurveig Eysteins, 2.10.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég hef áður tjáð þér hvað þú oft talar hug minn. Þetta er mjög í samræmi það sem ég hef verið að hugsa síðan í gærkvöldi - og mikið er ég búin að hugsa, en því miður ekki með sýnilegum, áþreifanlegum árangri.  Að hleypa græðgisvæðingunni hér svona stjórnlaust á skrið er ófyrirgefanlegur gjörningur. Hér hefur þróast bananalýðveldi af ákveðinni tegund.  Ég gæti skrifað 330 blaðsíður amk um skoðun mína á aðdraganda þessa ástand, virðingarleysi, valdabrölti, skort á yfirsýn og mannúð, etc. etc. - út í það óendanlega, en læt staðar numið. Ég vil þó segja, að við hljótum að geta verið bjartsýn þegar til lengdar lætur, Íslendingar, en þetta verður hörð lending og margir sem munu þjást.

Takk fyrir pistilinn, Steingerður kær. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.10.2008 kl. 11:38

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Já nú er veislunni lokið eins og segir í blöðunum.  Eftir standa nýbyggð hús um allt sem enginn vill eða getur keypt.  Fólki er sagt upp út um allt og pólverjarnir farnir í leit að betri kjörum.  Vonandi kýs fólk þetta lið ekki yfir sig aftur í næstu kosningum

Svava S. Steinars, 5.10.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband