Líf í kössum

Við hjónin bíðum eftir að fá afhent hús sem við vorum að kaupa en aðeins er hálfur mánuður í að við flytjum. Við búum því í kössum í augnablikinu og búið að pakka öllu því sem hægt er og koma kössunum fyrir á vörubrettum í bílskúrnum. Alveg er það með ólíkindum furðulegt hvað mig bráðvantar alltaf einhvern hlut um leið og ég er búin að pakka honum niður. Meira að segja dót sem ég hef ekki notað árum saman verður allt í einu alveg ómissandi við eitthvert tækifæri um leið og það er komið í kassa. Þetta er hreinlega ekki einleikið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

 Til lukku með nýja húsið.

Trúi vel að það sé ekki gaman að vera í kössum. Ég ætla ekki að hreyfa mig úr mínu húsi fyrr en ég fer á elliheimili eða eitthvað langt niður

En það er nú samt gaman að breyta til. 

Aðalheiður Magnúsdóttir, 6.10.2008 kl. 08:06

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Til hamingju með nýja húsið. Ertu að flytja langt, Steinka mín? Það er ferlegt meðan á þessu stendur. Mikið hreinsun og frábært tækifæri til að moka úr geymslum og kompum. Svo er alveg yndislegt þegar öllu er lokið og svo segir maður, "þetta verður í síðasta skiptið sem ég flyt" ! En svo breytist það eins og allt. Kær kveðja á þig og þína frá mér.

Sigurlaug B. Gröndal, 6.10.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu mig þekkja það.  Nýflutt sjálf.

Ætli þú eigir ekki eftir að týna hlutum eða tveim eins og ég.  Ég týndi gemsahleðslutækinu og fleiri dýrmætum hlutum.´

En ég fann ýmislegt líka.  Eins og 2 ostaskerara til viðbótar við þennan sem ég átti.

Það er skemmtilegt.  Góða flutninga (eða segir maður það ekki?)

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 14:33

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gott gengi, kæra kona. Þessa undarlegu áráttu sem þú talar um, eigum við (meðlimir mannkyns) flestöll sameiginlega!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.10.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: Svava S. Steinars

Ég er enn að leita að hlutum sem virðast hafa horfið í flutningunum í fyrra !  Hvar eru t.d. öll snafsaglösin mín??  Ég segi bara góða skemmtun þegar þú ferð að fara í gegnum þetta allt þegar þið eruð flutt!

Svava S. Steinars, 7.10.2008 kl. 00:10

6 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Ef eitthvað finnst ekki þegar tekið verður upp úr kössunum, þá er ég ekki í góðum málum, sérstaklega ef það eru snafsaglös

Sigurveig Eysteins, 7.10.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband