Að vera eða ekki vera?

Já, það er og verður alltaf spurningin hvort menn eigi að aðhafast eða ekki og ætli sú spurning sé ekki áleitnari en ella þessa dagana hér á landi. Það er ljóst að fjöldi fólks hefur tapað því fé sem það lagði í hlutabréf í bönkunum. Hugsanlega hrynja fleiri fyrirtæki og sjóðir í kjölfarið og enn fleiri sjá að baki peningum sem þeir vildu ávaxta. Pétur Blöndal ráðleggur fólki að leita ekki að sökudólgum en ég vil gjarnan sjá að þeir sem auðguðust á þessu ævintýri meðan það var og hét sýni samfélagslega ábyrgð í verki og leggi fram eitthvað af milljónunum og milljörðunum sem þeir voru metnir á fyrir örfáum mánuðum. Eitthvað af þessu er bundið í eignum og því er hægt að skila. Hannes Hólmsteinn segir að skilja beri á milli kapítalista og kapítalisma. Mér er það ómögulegt. Kapítalismi er hugmyndafræði sem byggir á því að menn sjái sér hag í að eiga sem mest og vegna þess að finni þeir fyrir ábyrgð og fari vel með eignir sínar. Þetta hefur nefnilega gersamlega afsannast. Þegar menn komast að fullum potti af kjöti mun stór hluti þeirra éta þar til ekkert er eftir og ekki sjá um að geyma neitt til næsta dags. Hugmyndafræði kapítalismans hefur því beðið skipbrot rétt eins og Sovíetríkin sönnuðu að samfélag þar sem allir eiga allt og enginn neitt ganga ekki fyllilega upp heldur. Hugsjónir þær sem þessar samfélagsímyndir byggðu á eru hins vegar fallegar og hugmyndafræðin að mörgu leyti vel útfærð. Ef einhver lexía felst í þessu öllu þá er hún sú að samfélagið verður ávallt að mynda ramma og setja skorður, líka frelsinu til að græða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Blandað hagkerfi er farsælast og þess verður að gæta að grunnstoðir samfélagsins séu aldrei einka- eða markaðsvæddar.

Frelsi er of vandmeðfarið til að mannlegir brestir standist freistingarnar og græðgin virðist vera einn af stærri brestunum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.10.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 22:14

3 identicon

Takk fyrir góð skrif.

alva (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Gott hjá þér.

 Held að menn ættu nú að byrja að slökkva elda og vinna saman í stað þess að leita sökudólga það má gera þegar búið er að slökkva. Skítkasst manna í fjölmiðlum er með eindæmum. Eignir þeirra sem mest áttu er bara svo oft pappírssnifsi (hlutabréf og þ.h.) sem einskis virði eru þegar upp er staðið.

Aðalheiður Magnúsdóttir, 8.10.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband