Af hattaáti og annarri áráttu

Jæja ég losna við að éta hattinn minn því Forest Whitaker fékk óskarinn. Ég hafði lofað því hér á þessari síðu að snæða þetta þarfaþing mitt ef Forest fengi ekki styttu með sér heim. Svava systir var búin að lofa að sitja yfir mér þar til hver einasta ullararða úr hattinum væri snædd en segja má að þarna hafi skollið hurð nærri hælum og ég get staðið upp og haldið óskarþakkarræðu líka og þakkað akademíunni fyrir að velja rétta manninn. Ég er nokkuð gjörn á að lofa svona upp í ermina á mér líkt og herra Wilkins Micawber í David Copperfield. Wilkins hafði sjaldnast rétt fyrir sér og hefði því, ef alls réttlætis hefði verið gætt, átt að éta þónokkuð marga hatta. Hann slapp vegna þess að hans nánustu kusu að sleppa honum við að standa við stóru orðin. Ég veit hins vegar að Svava hefði ekki sýnt mér nokkra miskunn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband