Mismunandi viðhorf

Við Svava fórum með Freyju að labba úti við Gróttu í gær. Þar var svo mikið rok að við systur hrökkluðumst fljótt í bílinn aftur. Tíkin var reyndar á því að ekkert væri að veðri en við vorum henni ekki sammála. Á leið í bílinn sungum við: Kaldar systur skrönglast hér, sælan löngu liðin er ekki er hér yl að fá, ekki þarf að því að gá. Freyja söng aftur hástöfum: Hér er mikið og mátulegt fjör, vindur rífur fólk úr hverri spjör, feldur minn er feiknahlýr, enda er ég heimskautadýr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndi.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.2.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband