Hundalíf

Stressið í umferðinni hér á landi er yfirgengilegt. Ég hef fundið fyrir þessu sem ökumaður en aldrei jafnáþreifanlega og eftir að ég eignaðist hundinn. Það er eins og fólki sé sama þótt það keyri á dýr. Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem við Gummi höfum átt fótum fjör að launa á leið með tíkina yfir götu. Dýrið er lagt af stað út á gangbrautina en bílarnir hægja ekki á sér og stoppa ekki. Þeir keyra viðstöðulaust að dýrinu og það eina sem við getum gert er að kippa því hastarlega til baka eða hlaupa yfir götuna til að forða slysi. Eitt sinni lenti ég í því að ung hjón keyrðu á bandið á milli mín og tíkurinnar. Ég sleppti ólinni umsvifalaust og hljóp æpandi upp Neðstutröðina því ólin var föst í bílnum. Til allrar lukku var þetta band sem gengur út úr trissu þannig að ég náði að stöðva bílinn áður en bandið þraut og ökumaðurinn fór að draga tíkina á eftir sér. Núna um daginn lenti ég svo í því að sjálfur bæjarstjórinn í Kópavogi keyrði nánast á Freyju. Hún var lögð af stað út á götuna en hann beygði viðstöðulaust inn í Neðstutröð og tíkin hrökk til baka þegar bílinn þaut framhjá henni. Það var snjór og illa skafið af rúðum bæjarstjórans en mikið var ég reið. Þessi maður fær ekki atkvæði frá mér svo lengi sem ég lifi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá ... þetta er hræðilegt. Elsku Freyjan mín!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 19:18

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Hrmph !  Hefi hvort sem er aldrei kosið þennan andsetna Jabba the Hut.  En nú er komin ein ástæða í viðbót til þess að hata hann.

Svava S. Steinars, 28.3.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband