Ógæfumenn og peningavaldið

Við hjónin vorum í Smáralindinni áðan og þar stóðu fulltrúar Öryggismiðstöðvarinnar við hlið stórrar myndar af Lalla Johns og buðu fólki reykskynjara og innbrotavarnir. Einn þessara starfsmanna vék sér að mér og bauð mér bækling með mynd af Lalla. Ég sagði viðkomandi að þótt ég vissi að hann væri ekki ábyrgur fyrir þessum ósköpum þá myndi ég ekki kaupa húsdýraáburð af fyrirtæki sem auglýsti á svo siðlausan hátt hvað þá öryggi fyrir heimili mitt. Hann maldaði í móinn og talaði um forvarnargildi. Ég nennti ekki að munnhöggvast svo ég hélt áfram en hvar liggur forvarnargildið í birtingu flennistórrar myndar af ógæfumanni sem er eins og plakötin úr vestrunum MOST WANTED? Ég skil það ekki. Á það að verða til þess að ungir fíkniefnaneytendur horfi á myndina og leggi þar með kúbeinið á hilluna? Það tel ég ólíklegt. Eina forvarnargildið sem felst í þessu er að kenna fólki eins og mér að óttast menn eins og Lalla Johns og reyna að víggirða heimili mitt gegn þeim. Ég ber ekki á móti því að meiri ástæða er til að verja heimili sitt í dag en var fyrir einhverjum áratugum en ég held samt sem áður að með því að setja andlit á varginn sé verið að skapa ákveðna fjarlægð og ala á ótta og fordómum. Myndin af Lalla og auglýsingarnar eru ekki til þess fallnar að vekja samúð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Fullkomlega sammála þér.

Þröstur Unnar, 19.5.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já, Steingerður!

Það er með ólíkindum hvað öryggisgæslan heima hefur manipúlerað fólk að verja heimili sín. OK, það eru innbrot, EN að ég meinaða!

Gamlir vinir úr menntó fara ekki að sofa án þess að setja "næturstillinguna" á öryggiskerfið. Þetta er smá sjúkt.

Betra að eiga ekkert sem fólk vill stela eða tryggja sig fyrir "hugsanlegum" innbrotum. Held að íslendingar þurfi að fara í hugræna atferlismeðferð:

Ég bý nú ekki í besta hverfi Stokkhólms  en nenni samt ekki alltaf að læsa útidyrahurðinni á nóttunni:

Þessi yfirdrifa hræðsla við innbrot getur verið verri en sjálf innbrotin?

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 19.5.2007 kl. 17:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er hliðarsjúkdómur græðginnar, þessi stöðuga hræðsla við að eitthvað verði frá manni tekið.  Auðvitað er ástæða til að óttast ofbeldisglæpina.  Mér finnst fyrst og fremst sorglegt að nýta sér andlit manns sem situr inni á Hrauni, hefur orðið fyrir skakkaföllum í lífinu sem eru lyginni líkust og tala svo um forvarnir.  Hjáróma væl. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 20:52

4 Smámynd: Svava S. Steinars

Þessar auglýsingar eru ósmekklegar.  Verið að hræða fólk til að setja upp fokdýran og ónauðsynlegan búnað og nýta sér þekkt andlit ógæfumanns til þess. 

Svava S. Steinars, 19.5.2007 kl. 22:14

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Óttinn selur óttaslegnu fólki!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.5.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband