Konur í sókn

Eva Halldóra útskrifaðist stúdent á laugardaginn. Það var ekki laust við að mér súrnaði í augum, eins og Skarphéðni í brennunni forðum, þegar ég horfði á dóttur mína ganga yfir sviðið með stúdentsskírteinið sitt í höndunum. Það hitti mig einnig í hjartastað að sjá allar þessar stúlkur sitja á sviðinu. Að undanförnu hef ég verið að vinna að 19. júní og talað við tvær konur vegna þess. Önnur er 96 ára gömul og stóð á Austurvelli árið 1915 með móður sinni og fagnaði kosningarétti íslenskra kvenna. Hin er 88 ára og man eftir að hafa séð Ólafíu Jóhannsdóttur á götu í Reykjavík en sú var önnur tveggja kvenna sem fyrsta fengu að stunda nám við Menntaskólann í Reykjavík. Ólafía lauk reyndar ekki stúdentsprófi en það gerði hin. Báðar þessar fullorðnu konur lögðu áherslu á að menntun væri lykillinn að jafnrétti og báðar þráðu að læra meira en þær gátu leyft sér. Auk þess að vera í meirihluta stúdentsefna voru konur einnig í meirihluta afburðanemenda. Af tíu efstu nemendum við þessa útskrift Verzlunarskólans voru átta stúlkur og tveir drengir. Þetta er stórkostleg breyting sem vonandi veit á gott hvað jafnréttisbaráttuna varðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Til hamingju með hana. Maður verður svo glaður þegar þessum áfanga er náð. Er hún búin að ákveða hvað hún ætlar svo að taka sér fyrir hendur?

Aðalheiður Magnúsdóttir, 29.5.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Innilega til hamingju Steinka mín. Þetta er stór áfangi og nú eru henni allir vegir færir í áframhald. Menntun er lykillinn það er alveg rétt og einmitt sú fjölgun ungra kvenna sem ljúka framhaldsskóla með súper-árangri og demba sér svo í háskólanám er stórkostlegt.

Sigurlaug B. Gröndal, 29.5.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með dótturina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband