Hulunni svipt af leyndarmáli hraunsins

downloadDrepsvart hraun Reykjanesskagans geymir enn leyndarmálið um hvar Ísabellu, systur Áróru, hefur verið fyrirkomið. En eftir óvænt símtal frá ókunnugri konu fást nýjar vísbendingar um hvað kom fyrir álfasysturina. Hins vegar koma þær til Áróru á svo undarlegan hátt að erfitt að er trúa fullkomlega á réttmæti þeirra. Þá er gott að muna orð hjartadrottningarinnar í Lísu í Undralandi en hún tók sér ævinlega hálftíma á dag til að trúa á fullkomlega ómögulega hluti og náði stundum að trúa sex slíkum áður en kom að því að snæddur væri morgunverður. Á sama tíma hverfur leigjandi Daníels, Haraldur eða Lafði Gúgúlú, og hennar leita vafasamir menn, ekki glæpamenn, en óprúttnir engu að síður. Daníel reynir að vernda vin sinn og leigjanda en þá kemur í ljós að hann á valdamikla óvini. Hæfileikar Áróru koma svo góðum notum eins og áður. Lilja hefur gott lag á að skapa skemmtilegar og litríkar persónur og flétta spennandi söguþráð. Henni tekst mjög vel upp hér og þetta er fín glæpasaga og afbragðsafþreying. Það er ofboðslega gaman hvað við eigum orðið marga góða glæpasagnahöfunda og Lilja er sannarlega þar meðal þeirra sem fremst standa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband