Svo bregðast krosstré sem önnur ...

Pennar eru bara ekki pennar í dag. Þeir endast svo miklu skemur en var í mínu ungdæmi og ég hef rekið mig á að alltaf skulu þeir gefast upp þegar verst gegnir. Ég geng ævinlega með penna í töskunni eins og góðum blaðamanni sæmir en upp á síðkasti bregst varla að þegar ég tek upp pennann minn til að skrifa nótur eftir viðmælanda eða einhverjar glimrandi hugmyndir sem skyndilega lýstur niður í höfuðið á mér þá eru þeir bleklausir. Fáeinir skýrir bókstafir birtast en svo dofna þeir og undir það síðasta sést ekki annað en far í blaðsíðuna. Já, hér áður fyrr gat maður skrifað og skrifað og blekið virtist eilíflega sprautast úr pennanum. Heimur versnandi fer.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Steingerður mín,

þú verður vara að gera eins og ég og fá þér nútíma diktafón. Þeir eru á stærð við litla farsíma og taka óendanlega mikið efni sem þú getur flokkað að vild og hlaðið viður sem hljóðskjöl á tölvuna þína. Það tekur smá tíma að venjast því að skipta yfir frá penna en þegar aðlögunartíminn er búinn muntu komast að því að þetta er mun þægilegra system:

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.7.2007 kl. 12:11

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Sammála þér um stutta endingu á pennum í dag. Ég tók upp það ráð að glósa ýmist með blýanti eðá þá bara beint á fartölvuna í skólanum þar sem ég var sífellt með gelda penna

Aðalheiður Magnúsdóttir, 4.7.2007 kl. 15:51

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er einfaldlega ákveðinn klassi að vera með blekpenna.  Ég fer ekkert án míns Parker með bláa blekinu og skrifa ekki undir neitt án þess.  Er svo pennasnobbuð og ætla að ná langt á pennasviðinu.  Þú verður að muna eftir að smyrja kvikindið Steingerður mín.  Svo má nota diktafóna á innkaupalistana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 17:05

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Pennar týnast nú bara á mínum bæ. Mér hefur reynst best í mínum pennahremmingum á fundum og nóteringum að nota skrúfblýant með áföstu strokleðri og innibyggðum blýlager.  Þegar eitt blý klárast er bara að smella áfram og nýtt blý birtinst (þangað til að fylla þarf á lagerinn!). Síðan er þessi gersemi geymd á góðum stað í veskinu. 

Sigurlaug B. Gröndal, 4.7.2007 kl. 22:02

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Heyri á fólki hér að diktafón er ekki hátt skrifað tæki - en þið verðið að fyrirgefa illa lesblindum manni.

Þetta tæki er eins og frelsi úr helsi fyrir fólk eins og mig. Næsta stig er að geta sent textann beint inní tölvuna algerlega þráðlaust og láta prógram um að breyta orðunum í bókstafi svo hægt sé að koma þeim á prent:

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.7.2007 kl. 22:03

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Eftir sjö ár í Mexíkó kom ég heim og fór að taka upp úr kössum. Allir pennarnir sem voru lokaðir virkuðu fyrir utan eina tegund. Þeir sem virkuðu ekki eru meðal vinsælustu penna á Íslandi í dag. Hafa hak á hliðinni og hægt að fá þá í bláu, grænu, rauðu og svörtu.

Hrannar Baldursson, 4.7.2007 kl. 22:56

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

OK, ég fatta fyrr en skellur í skoltum

= pennar eru inni (ennþá:)

en vonandi koma diktafónar sterkir inn á 22.öldinni:

Ásgeir Rúnar Helgason, 5.7.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband