Fleiri syndir

Gamlar syndir hafa langan hala segir máltækið og nú eru þau Elín Arnar og Geiri bæði búin að klukka mig þannig að ég verð víst að gefa upp fleiri leyndarmál.

1. Já, það er rétt hjá Geira ég lék hóru í uppfærslu MH á Túskildingsóperunni og spókaði mig um sviðið í lífstykki af ömmu hennar Höllu. Ári áður hafði ég leikið asna í Drekanum þannig að leiklistarferill minn var glæstur og eftirminnilegur.
2. Ég er hræðilega veik fyrir loðskinnum og veit ekkert yndislegra en strjúka dýrum, enda á ég þrjú. En ég er líka yfir mig hrifin af pelsum, keipum og loðbrydduðum fatnaði.
3. Leiðinlegt fólk fer óskaplega í taugarnar á mér. Þegar ég var yngri var ég viss um að fólkið hefði valið leiðindin og gæti auðveldlega breytt sér ef því sýndist svo. Nú hallast ég að því að sumir eru svo sorglega leiðinlegir að það getur ekki verið afrakstur eins tilviljanakennds getnaðar heldur hlýtur það að vera afrakstur skipulagðrar ræktunar. Ég tel mig nefnilega hafa séð þess merki að leiðindi eru ættgengari í sumum fjölskyldum en öðrum.
4. Ég hef afskaplega gaman af gönguferðum í náttúrunni en er svo lofthrædd að nokkrum sinnum hefur það komið fyrir mig að frjósa í miðjum hlíðum einhvers fjalls og komast hvorki lönd né strönd. Þá hefur það komið í hlut mannsins míns að tala mig niður.
5. Almennt hef ég ekki gaman af húmor sem snýst um að niðurlægja aðra eða gamanmyndum þar sem allt snýst öndvert gegn aðalsöguhetjunni hvernig sem hún reynir. Ein undantekning er frá þessari reglu. Þegar ég sé fólk renna á rassinn á svelli grípur mig yfirleitt óviðráðanleg kátína og því lengur sem manneskjan er að berjast við að halda jafnvæginu því fyndnara finnst mér atvikið.
6. Ég er ákaflega ólyktnæm en jafnframt óskaplega klígjugjarnt þannig að sennilega er þetta enn eitt dæmið um hvernig náttúran sér okkur fyrir jafnvægi.
7. Ég horfði á Dallas í gamla daga.
8. Ég er sjúk í breska leynilögguþætti og breskar sakamálasögur. Las Agöthu Christie upp til agna á unglingsárum og lærði margt um mannlegt eðli af Ms. Marple.

Ég læt það vera að klukka einhvern annan því allir sem mér koma í hug hafa verið margklukkaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Ég er búin að lesa þrjú síðustu bloggin þín núna í einni beit og finnst ekki smá fyndið hvað er margt sem við eigum sammerkt. Hvort skyldi það vera fyrir skyldleikann eða stjörnukortin því við erum fæddar á sama ári ég 30.09. og þú 01.10.

Aðalheiður Magnúsdóttir, 18.7.2007 kl. 12:03

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert frábær!

Heiða Þórðar, 18.7.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: Elín Arnar

haha þú varst örugglega stórglæsileg hóra.  :)

Elín Arnar, 19.7.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband