Fremur lítið berjablá

Ég elska að fara í berjamó. Alveg frá því ég var barn og fékk í fyrsta skipti að henda mér niður á þúfu sem var krökk af berjum hef ég dýrkað ber. Það höfðaði strax til hóglífisseggsins í mér að sjá þessa ofgnótt af sætukoppum og vita að ég gæti tínt og borðað eins mikið og ég mögulega kæmi niður. Þess vegna hef ég hlakkað til þess í allt sumar að komast í ber í haust. Ég var viss um að eftir þetta mikla hlýindasumar myndu bíða mín stór og safarík ber um alla móa í stórum hrúgum. Annað hefur komið á daginn eða að minnsta kosti hér í nágrenni Reykjvíkur. Ég ætlaði að veltast rymjandi um móana meðan tíkin hlypi laus og frjáls í kringum mig en í Heiðmörk, við Hvaleyrarvatn, í hrauninu á Álftanesi og við Hafnarfjörð er sáralítið af berjum. Vissulega má finna nokkur ber á sumum þúfum en þetta er ekkert miðað við það magn sem ég átti von á og berin eru lítil. Í gönguferðinni í gær rakst ég á nokkrar sæmilegar þúfur og át af þeim en þetta var ekkert til að rýta af ánægju yfir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahahahah, rýta af ánægju yfir! Kannski er fullt af berjum rétt hjá Akranesi og þá fæ ég þig kannski í heimsókn!

Guðríður Haraldsdóttir, 17.8.2007 kl. 17:06

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Við Hreðavatn var nóg af berjum, nanananananana.  Bláber í tonnatali og slatti af krækiberjum.  Við þyrftum að bregða okkur að Selatöngum aftur, þar var nóg af krækiberjum, slurp slurp.

Svava S. Steinars, 18.8.2007 kl. 01:19

3 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Hér norðan heiða er víst nóg af berjum, allavega liggur pabbi í þúfunum og kemur heim með marga lítra í einu. Það hefur nú sennilega vantað vætuna í kringum Reykjavík til að beri næðu stærð og þroska

Aðalheiður Magnúsdóttir, 18.8.2007 kl. 10:53

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Upgrade your email with 1000's of emoticon icons 
 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.8.2007 kl. 02:13

5 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Svo er eitthvað af berjum í garðinum hjá mér. Þau eru rauð, en til að gleðja þig mætti alveg spreyja þau blá! Þú ættir kannski að fara með þulun a"Kónguló, kónguló vísaður mér á berjamó" Mig minnir að hún hafi dugað vel!

Valgerður Halldórsdóttir, 20.8.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband