Haustið er komið

Haustið er komið. Á því er engin vafi lengur. Í loftinu var einhver svalur tærleiki í morgun sem boðar komu haustsins en skýrari vísbending en umferðin er sjálfsagt vandfundin. Á leið í vinnuna í morgun var þyngri umferð en verið hefur í allt sumar. Hvert sem augað eygði mátti sjá bíla mjakast áfram og helstu umferðaræðar í Kópavogi voru stíflaðar eins og kransæðar rétt fyrir hjartaáfall. Ég var svo heppin að aka í öfuga átt við meginstrauminn og komst því nokkuð liðlega á leiðarenda. Gatnaframkvæmdir hér í bæ (Kópavogi) eru þó síst til þess fallnar að greiða mönnum leiðina nú. Dalvegurinn lokaður og hjáleið þar um planið hjá Bónus sem þegar er nokkuð upptekið vegna byggingaframkvæmda og Nýbýlavegurinn undirlagður. Kópavogur fer brátt að standa undir nafni aftur sem það sveitarfélag landsins sem auðveldast er að villast í. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Þetta er eina ástæðan fyrir búsetu fólks í Kópavogi - þetta eru allt Reykvíkingar sem rötuðu ekki heim

Svava S. Steinars, 24.8.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband