Grátur og gnístran tanna

Við Eva fórum og heimsóttum Gurrí í dag og þótt allir hafi verið hálfskælandi þegar heimsókninni lauk var þetta samt hin indælasta dvöl í Himnaríki. Ástæðan fyrir táraflóðinu var sú að Gurrí leyfði okkur mæðgum að horfa á Bridge to Terabitia og ég háskældi í lokin. Eva segir núna með karlmannlegri kokhreysti að hvorki hún né Gurrí hafi verið skælandi en ég er sannfærð um að ég heyrði fleiri sjúga upp í nefið en mig. Jónatan Livingstone mávur kom í heimsókn og Kubbur og Tommi tóku okkur afskaplega vel. Capuccinóið var indælt sérstaklega bollinn með kattarhausnum. Þannig að þetta var indæl eftirmiðdagsstund.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er hægt að fylgjast með ykkur stöllunum á tveimur bloggum.  Ekki leiðinlegt.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 20:15

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég settist nokkuð oft fyrir aftan ykkur, þóttist vera að fá mér sígó, manstu ... og þá þurfti ég ekki að halda aftur af tárunum ... hehehehe! Þvílíkt að maður lætur fara illa með sig og samt föttuðum við plottið nokkru áður ... Arggggg!

Guðríður Haraldsdóttir, 27.8.2007 kl. 14:03

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Eins gott að ég var ekki þarna, ég hefði sennilega drukknaði í táraflóðinu

Svava S. Steinars, 29.8.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband