Kippt inn í raunveruleikann

Undanfarna daga hef ég gengið um í einhvers konar ljóðrænni leiðslu. Allt sem ég sé vekur með mér hvöt til að reyna að lýsa því á hátíðlegan hátt með orðum. Sennilega er þetta haustið og haustlitirnir. Mér finnst dulúð alls staðar og eitthvað liggja í loftinu. Mér var hins vegar kippt allillilega inn í raunveruleikann í gönguferðinni í morgun þegar Freyja nýtti sér draumlyndi mitt og æddi á eftir ketti inn í runna. Ég var þessu ekki viðbúin þannig að ég hentist á eftir tíkinni og skall framfyrir mig. Til allrar hamingju var runninn nægilega sterkur til að bera mig þannig að ég lenti ekki með andlitið beint í moldina. En þetta nægði til þess að kenna mér að betra er að fylgjast með en að vera einhvers staðar í öðrum heimi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Varið ykkur á ljóðrænum leiðslum, þær geta valdið meiðslum !

Svava S. Steinars, 30.8.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

------ en það er svo margt skemmtilegt við "aðra" heima - t.d. að maður þarf ekki að vinna fyrir sér, er ekki útsettur fyrir óhöndlanlegum leiðindum, fremur ekki alvarleg heimskupör - og svo ótalmargt annað!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.9.2007 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband