Leið getur lyktin orðið

Freyja gerir það ekki endasleppt fremur venju. Á göngu í Kópavogsdalnum í gær velti hún sér upp úr einhverjum viðbjóði og ég hafði svo sem orðið vör við lyktina áður en ég fór í vinnuna. Þegar ég kom heim í gærkvöldi, nota bene, kl. 19.00 nennti ég ekki að baða hana og gerði mér vonir um að sleppa því mitt ólyktnæma nef greindi ekki lykt af kvikindinu þegar ég stóð í u.þ.b. 5 m fjarlægð frá henni. Mér fannst þetta bara ágætislausn þ.e. halda mér bara í þessari tilteknu fjarlægð frá þefdýrinu. Þá kom Eva heim og fýldi grön. Fjarlægðin hjá henni varð nefnilega að vera um það bil hálfur kílómetri til að hún skynjaði ekki lyktina. Ég neyddist til að baða hundinn til að barnið fengist til að borða og sofa í húsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, Steingerður það er greinilega jafn mikið ves.. að vera með hund eins og smábarn.  Knús á Freyju.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Fer ekki bara að vera málið að vera með hunda tjörn þar sem hundurinn baðar sig sjálfur. Hlýtur að koma bráðum á markað

Aðalheiður Magnúsdóttir, 18.9.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Æ, æ, æ...........það er ferlegt þegar hundar gera þetta. Tinna mín á þetta til. Við erum reyndar svo "heppnar" eða þannig að rétt hjá þar sem ég bý er gömul malargryfja sem er gróin og skemmtilegar "tjarnir" myndast þar sem hundinum finnst alveg rosalega gaman að busla í og hlaupa ofan í til að elta fugla, nema............ að þetta er sjór. Gryfjan liggur undir sjávarmáli og fyllast tjarnirnar og tæmast í samræmi við flóð og fjöru. Hún Tinna mín hefur oft þurft að fara í bað eftir slíkar ferðir. Einkum í sumar þegar hitnaði í þessum tjörnum en þar gat verið sitt lítið af hverju í þeim og lyktin eftir því. Í einni ferðinni heim í bílnum héldum við hjónin að hún hefði gert stykki sín aftur í skut á bílnum þar sem hún sat en það var víst bara lyktin af feldinum og ég ætla ekki að lýsa því hvernig hún var. Þú átt all mína samúð Steinka mín. Þetta er hvimleiður andsk......................

Sigurlaug B. Gröndal, 19.9.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband