30.11.2007 | 16:51
Grunnskólabörn og trú
Að undanförnu hefur mikið verið um það rætt og margir stórhneykslaðir á því að prestum hafi verið úthýst úr leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Menn supu líka hveljur og óttuðust að menntamálaráðaherra ætlaði að gera kristið siðgæði brottrækt úr skólunum. Ég var eiginlega alveg undrandi á þessu fjaðrafoki og hugsaði: „What's the Beef?“ Sjálf trúi ég ekki á guð í kristnum skilningi en tel mig siðlega manneskju í alla staði. Ég hef líka fundið í mörgum öðrum trúarbrögðum siðaboðskap sem mér finnst ekkert síðri en sá kristni og að vissu leyti betri. Búddismi er til að mynda heimspeki sem mikil skynsemi er í, hindúar bera mikla virðingu fyrir öllu lífi og í ásatrú felst virðing fyrir náttúrunni. Margir vestrænir heimspekingar hafa einnig lagt línurnar um hvernig lifa eigi með mannlegri reisn án stuðnings trúarbragða og mörgum mönnum ferst það bara ansi vel. Það er engin trygging fyrir manngæsku að menn beri hempu og líkt og skáldið sagði þá spretta kristilegu kærleiksblómin kringum hitt og þetta. Innan kirkjunnar er margt gæðafólk en þar er misjafn sauður sem víðar. Ég vil ekki að kristinni trú sé þröngvað upp á börnin mín eða barnabörn. Ég vil að þau fái sjálf að gera upp við sig hvaða manngildi þau telja eftirsóknarverðust og hvaða siðaboðskap þau telja heppilegastan í mannlegum samskiptum. Sjálf reyndi ég að innræta þeim virðingu fyrir öðrum, umburðarlyndi og ást á öðrum lifandi verum sem byggja jörðina með okkur. Þetta kann að hljóma kristilega en á rætur mjög víða annars staðar. Prestar hafa ekkert að gera út fyrir kirkjurnar. Allir vita hvar þá er að finna og þeir sem vilja geta sótt þjónustu þeirra. Að veita þeim aðgang umfram aðra að börnunum okkar er hreinn yfirgangur.
Athugasemdir
Alveg er ég sammála þér. Eina skýringin sem ég get fundið á látunum í kristnum er að þau eru hrædd við að missa völd og þar með fjármuni. Hingað til hafa sáluveiðar á ólæsum börnum verið leyfilegar, en núna þegar Ísland verður sífellt siðaðra, á að banna þessar veiðar og hlýtur það vað vera framför. Norska skólakerfið hefur fengið dóm á sig í mannréttindadómstólnum og ég vona að íslendingar hafi vit á að breyta sínum hefðum þannig að ekki þurfi að fara þá leiðina.
Ásta Kristín Norrman, 30.11.2007 kl. 17:15
Púkinn er virkilega sammála, eins og oft hefur komið fram í hans eigin skrifum.
Púkinn, 30.11.2007 kl. 17:30
Hjartanlega sammála
Sigurveig Eysteins (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:26
Mikið er ég sammála.
Marta B Helgadóttir, 1.12.2007 kl. 11:07
Eins og talað út úr mínu
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.12.2007 kl. 01:13
Alsæl!
Gamall skólafélagi okkar, Jakob S. Jónsson, bað fyrir góðar kveðjur til þín. Hann býr hér fyrir sunnan mig í Sverige og gerir það gott.
Ásgeir Rúnar Helgason, 2.12.2007 kl. 21:09
Sæl og blessuð gamla skólasystir. "Long time, no see"! Rakst á þig hér á blogginu og varð bara að segja hæ. Tek svo sannarlega undir það sem þú skrifar hér að ofan. Svo er hér smá húmorískt innlegg: Yngsta dóttirin er í 2. bekk og sagði við mig fyrir stuttu. Mamma við erum að búa til nýja textamentið í skólanum! Ja há, svaraði ég, en meinarðu ekki testamentið? Neibb, svaraði sú stutta. Það heitir nýja textamentið og svo erum við líka að búa til gamla textamentið!
Hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ekki er búið að beyta yfir í almenna trúarbragðafræði strax í upphafi skólagöngu! Væri þarfara umræðuefni á hinu háa alþingi heldur en bleikt vs. blátt í klæðnaði ungbarna.
Knús og kveðjur, Gúnna
Gúnna, 3.12.2007 kl. 11:46
heyr heyr!! Prestar hafa ekkert út fyrir kirkjuna að gera. Ekki neitt!!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 08:38
Ég er alveg sammála þér móðir sæl... Það sem ég þoli ekki sjálf er þegar fólk er að reyna að troða trúnni sinni upp á mig. Ég vel það frekar að fræða mig um sem flest trúarbrögð og taka ákvörðun út frá því ekki út frá því hver getur boðið mér sem flest gylliboð!
Eva Halldóra (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:33
Mjög gott hjá þér, alveg sammála
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.12.2007 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.