Gamli strigabassi

Ég er nýskriðin upp úr flensu og er enn rám og sár í hálsinum. Maðurinn minn hefur lýst því yfir að þetta sé eins og að búa með Gunnari Birgissyni bæjarstjóra vorum og segir að um sig hríslist notalegur hrollur þegar drynjandi bassarödd konunnar hans berist um húsið. Yfirmaður minn í vinnunni stakk líka upp á því að hann færði mér heitt súkkulaði til að mýkja hálsinn og bæta hljóðin sem úr honum bárust. Karl minn hélt nú ekki. Röddin væri einstaklega aðlaðandi og hann myndi sko ekki gera neitt til að spilla henni. Núna kallar hann mig gamla strigabassa og glottir viðurstyggilega í hvert skipti sem ég rek upp hljóð. Ég vel því að þegja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband