Hremmingar á sólbaðsstofu

Ég minntist lauslega á það hér í fyrri færslu að ég er fremur seinheppin. Mér flaug í hug annað dæmi um það núna í morgun og ákvað að deila því með ykkur. Ég var á þrítugsaldri þegar þetta var og sólbaðsstofur voru nýkomnar í tísku. Ég vildi reyna að fá hraustlegan brúnan lit eins og vinkonur mínar og keypti mér því ljósatíma og mætti samviskusamlega í bekkinn. Einhvern tíma sköpuðust umræður um þetta okkar í milli og ég sagðist ævinlega vera í nærfötunum þegar ég færi í bekkinn. Ein vinkonan átti ekki orð yfir þá goðgá og sagði að úr þeim skyldi ég til að fá jafnan brúnan lit um allan kroppinn. Í næsta skipti reyndi ég þetta og þá vildi ekki betur til en svo að rafmagnið fór af sólbaðsstofunni. Það næsta sem ég heyri er að einhver kallar: „Stína, hringdu í rafvirkjann, hann verður að koma strax og redda þessu.“ Og þarna lá ég allsnakin í bekknum og gat ekki lyft honum sökum rafmagnsleysis. Skelfingin hríslaðist um mig og ég hugsaði: Ég ætla ekki að láta helv. rafvirkjann koma að mér hérna allsberri. Ég tróð mér því út úr bekknum og sleit næstum af mér annað brjóstið í atganginum en út komst ég og í fötin. Nokkrum mínútum seinna lauk rafvirkinn við viðgerðina í rafmagnstöflunni langt fjarri sólbaðklefa mínum. Ég snautaði út og hef ekki sótt sólbaðsstofur síðan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ouch!!!!!! Þetta var neyðarlegt moment! Ég skil þig vel að hafa ekki stigið inn á sólbaðstofuna aftur. Þú varst heppinn að geta troðið þér út úr bekknum og komist út, ekki skemmtilegt að fá rafvirkjann inn í klefann!

Sigurlaug B. Gröndal, 17.1.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Hugarfluga

Hahaha ... góð saga! En þetta hefur áreiðnalega verið "meant to be" af því að auðvitað á maður ekkert að fara í ljós!

Hugarfluga, 17.1.2008 kl. 18:51

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Skondin saga.

Hrannar Baldursson, 17.1.2008 kl. 22:40

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hahahahah, hefur ekki verið gaman á augnablikinu því, - en er skondið eftirá!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.1.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband