Munurinn á að ganga og sitja

Í Fréttablaðinu á mánudag var lítill fréttamoli fyrir neðan mynd af manni mjög svo uppteknum við að veiða sér fisk gegnum vök á Moskvuánni. Fyrir neðan myndina stóð: Þessi maður sat í hægðum sínum ... Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta frekar ósmekklegt orðalag. Mér finnst fólk geta gengið í hægðum sínum milli staða en að sitja í þeim er ansi sóðalegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Hehehhe, þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem það orðalag sem haft er í frásögnum sé algjör ambaga. Sumir textasmiðir og "fréttamenn"  hjá dagblöðunum í dag eru farnir að hljóma eins og "Bibba á Brávallagötunni" sem var og hét hér um árið í útvarpinu.  Einn þekktur Flateyringur kallaður "Búbbulínan" sneri málsháttum og sögnum á snilldarhátt en af fyllstu einlægni. Einn þeirra var slagorð Þjóleikhúskjallarans á sínum tíma, "staður á undan sinni framtíð", en hann sagði að þessi eða hinn hafi verið á undan sinni framtíð. Einnig hafði hann sagt við annan mann vegna mikils hávaða sem hinn sami olli, hvort  hann ætlaði að "sprengj í honum hljóðbylgjurnar"!  Ótrúlegt en satt!

Sigurlaug B. Gröndal, 18.1.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj hvað ég er sammála þér. Mér finnst blaðamenn ekki vanda sig nógu mikið - kannski er tímaskorti um að kenna - en að sitja í hægðum sínum er ansi sóðalegt og hlýtur líka að vera skítkalt að sitja í þeim úti á ísnum.....

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

hahaha sammála - frekar  subbulegt að sitja í hægðum sínum. Auk þess ekki rétt að nota máltækið á þann hátt...

Linda Lea Bogadóttir, 18.1.2008 kl. 11:54

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er samt jákvætt fyrir svona púka sem hlusta á orðanna hljóðan, og skemmta sér konunglega við lestur tvíræðna blaðafrétta.

Oft gaman að lesa mikla speki.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.1.2008 kl. 16:22

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er þetta með hægðir sem líkamlegan úrgang, sem byggður er á efnafræðilegu niðurbroti eldsneytis (fæðu) og hægð sem tilbrigði af hægur, sem er einhver sem fer ekki hratt, heldur varlega og auðveldlega. -  Mér til hugarhægðar hef ég hægðir góðar. Eða þannegin.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.1.2008 kl. 22:07

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

klaufalegt....einfaldlega kukur bara...góða og gleðríka helgi.

Heiða Þórðar, 18.1.2008 kl. 23:16

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hmmmmmmmm

Einar Bragi Bragason., 19.1.2008 kl. 02:05

8 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 19.1.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband