Hnífur og skæri eru ekki barna meðfæri

Á heimili mínu var til tippexpenni sem reyndist mér ávallt hinn ágætasti vinur meðan ég er að ráða vísbendingakrossgátur helgarinnar. Síðastliðinn sunnudag sat ég með sveittan skalla við að lemja saman krossgátu Morgunblaðsins sem ég er by the way alveg viss um að er vitlaus núna. Það er örugglega ekki til orð sem þýðir að bjástra við og byrjar á ás vantar þrjá stafi a vantar tvo stafi a. Nokkrum sinnum þurfti ég að grípa til pennans góða í þeim tilgangi að leiðrétta lítilfjörleg mistök sem mér urðu á. Reyndist pennaskriflið stíflað og þrátt fyrir kreistur, pot með nálum og alls konar fleiri æfingar var ekkert úr honum að fá af hinu indæla hvíta sulli sem gefist hefur vel til að hylja slóð mistaka. Maðurinn minn hélt því fram að penninn væri tómur en því átti ég bágt með að trúa þar sem hann var bústinn um miðjuna og dúaði vel þegar á hann var þrýst. Ég brá mér því fram í eldhús og klippti í sundur pennaskrokkinn og við það sprautaðist tippex um allt eldhúsið mitt. Skærin mín urðu hvítskellótt, eldhúsbekkirnir líka og stálvaskurinn varð eins og golsótt ær. Langt fram eftir nóttu var ég að þrífa tippex úr eldhúsinu og þrátt fyrir öflug og hreinsiefni og pússisvampa tókst ekki með nokkru móti að gera skærin lík skærum. Ég reyndi að sletta asitoni á skærin þar sem lífræn efni gefast vel, að sögn efnafræðingsins sonar míns, til að leysa upp lífræn efni og asitonið má síðan sápuþvo af skærunum. Ég eyddi upp öllum naglalakksuppleysi í húsinu en þótt vaskurinn og eldhúsbekkurinn hafi að mestu fengið fyrra form eru skærin undarlega grámygluleg. Ekki beint lík áhaldi sem maður kýs að beita á matvæli. Af þessum atburði hef ég dregið þann lærdóm að líklega borgi sig að henda stífluðum tippexpennum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Fáðu þér leiðréttinga mús næst það fylgir þeim ekkert sull. Þessir pennar stíflast alltaf:)

Aðalheiður Magnúsdóttir, 20.2.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Góð saga

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.2.2008 kl. 11:49

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er hrikalegt þegar þetta skeður - og það hrikalegasta er að ég læri ekkert af mistökunum! Ég hef lent í þessu tvisvar..... Að vísu í bæði skiptin í vinnunni Það er ekkert sem nær þessu af!! Hvaða efni er eiginlega í tippex?

Tipp og X?

Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er alltaf svo gaman að lesa skrifin þín.

Leiðréttingamús er málið!

Marta B Helgadóttir, 21.2.2008 kl. 00:27

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

en..... bara blýantur og strokleður.....?

Hrönn Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 09:56

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Elsku Hrönn mín, blýantur og strokleður er alltof einfalt fyrir mig.

Steingerður Steinarsdóttir, 21.2.2008 kl. 10:43

7 Smámynd: Gúnna

Hehhe - ótrúlega gaman að lesa skrifin þín Steingerður. Sé þig alveg fyrir mér við þetta bras.

Hvað með hreinsað bensín til að ná þessu??

Svo er nú alltaf hægt að ljósrita bara nokkur eintök af gátunni

Knús frá mér.

Gúnna, 21.2.2008 kl. 23:38

8 Smámynd: Heidi Strand

Góð tillaga hjá Gúnnu. Að notfæra sér tækni og visindi.

Heidi Strand, 22.2.2008 kl. 11:48

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Svona lærir maður ýmsa lexíuna í lífinu. Góða helgi, kæra skemmtilega kona!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.2.2008 kl. 00:01

11 Smámynd: Hugarfluga

Hahaha ... úff! 

Hugarfluga, 24.2.2008 kl. 18:43

12 Smámynd: Hdora

þú ert alveg frábær....

Hdora, 24.2.2008 kl. 21:15

13 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

„Hæ, elskan! Þetta er pabbi. Er mamma þín þarna?“

„Nei, pabbi, hún er uppi í svefnherbergi með Sigga frænda.“

„En þú átt engan Sigga frænda,“ sagði pabbinn eftir smáþögn.

„Víst, og hann er núna uppi í herbergi með mömmu!“

„Úff, ókei ... mig langar að biðja þig um að gera svolítið fyrir mig. Settu símtólið á borðið, hlauptu upp, bankaðu á svefnherbergisdyrnar og segðu að pabbabíll sé að keyra upp innkeyrsluna.“

„Allt í lagi, pabbi!“

Nokkrum mínútum síðar kom litla stúlkan aftur í símann og sagði: „Ég gerði það sem þú baðst mig um, pabbi.“

„Og hvað gerðist?“

„Sko, mamma hoppaði allsber upp úr rúminu, hljóp öskrandi um, síðan datt hún um teppi og flaug út um gluggann! Ég held að hún sé dáin.“

„Guð minn góður, en hvað með þennan Sigga frænda?“

„Hann varð voða hræddur og stökk allsber út um gluggann. Hann lenti á botninum á lauginni og hefur verið búinn að gleyma því að það var verið að hreinsa hana og ekkert vatn í henni. Ég held að hann sé líka dáinn.“

Löng þögn. Síðan sagði pabbi: „Sundlaug? Er þetta ekki sími 524-3210?“ 

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.2.2008 kl. 21:24

14 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Þú þin yndislega brussa; sé þig ljóslifandi fyrir mér í látunum við að kreista eitthvað úr pennaskrattanum. Er nefnilega sjálf ósköp svipuð; ekki til mjúkhreifing í mínum þjakaða skrokki og hefur aldrei verið. Svo ekki sé talað um fingur og útlimi sem taka sjórnina oftast sjálfir en við vandasöm verk sem þarfnast nákvæmi hlusta þeir ekki svo mikið sem augnablik á boðin frá heilanum. Mínar stóu lúkur og karlmannlegu fingur get ekki tekið við boðum þaðan nema um eitthvað stórkallalegt verk sé að ræða; þá hlustar allt klabbið og vinnur létt verk og löðurmannlegt..

En grínlaust það er óþolandi að þegar manni verður á sprauta einhverju jukki upp um alla veggi, undir borð, og bakvið miðstöðvarofna. En svona penni?

Veit ekkert hvernig hann virkar. Tipexið sem ég notaði þegar ég byrjaði að skrifa var í miðum og í glasi eins og naglalakk. Líklega eru tíu 15 ár síðan ég notaði tipex síðast; og enn síður veit ég hvað leiðréttingamús er. Please tell the old lady something about it.

Forvitna blaðakonan, 3.3.2008 kl. 02:19

15 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Æ takk fyrir að styðja mig Bergljót mín. Það alltaf gott að vita að maður er ekki einn um að klúðra hlutunum. Ég veit ekki hvað leiðréttingamús er og vísa því spurningunni til fróðari kvenna hér.

Steingerður Steinarsdóttir, 4.3.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband