Stór, stærri, útblásinn

Í Fréttablaðinu í morgun er moli undir Fréttir af fólki þess efnis að Birtingsmenn fljúgi út til Svíþjóðar í dag til að halda árshátíð. Starfsfólk væri fullt tilhlökkunar en þegar það rann upp fyrir mönnum að færist flugvélin þurrkaðist íslensk tímaritaútgáfa út í einu vetvangi var brugðið á það ráð að fljúga helmingnum á vit Svíaveldis á morgun. Það er langt frá því að ég óski Birtingsmönnum svo ills að einhver þeirra komi ekki aftur. Þar innan um að saman við eru fyrrum starfsfélagar mínir og vinir. En það er langt í frá að íslensk tímaritaútgáfa sé í stórhættu. Nefna má tímarit á borð við Uppeldi, Matur & Vín, hann/hún, Sumarhúsið og garðurinn, Eiðfaxi, Útivist og margt fleira sem ég man ekki í svipinn. Einhverju sinni heyrði ég það sagt um mann sem var nokkuð ánægður með sig að hann hefði útblásnar hugmyndir um sjálfan sig. Kannski á það við í þessu tilfelli og kannski er þetta bara dæmi um að maður talar vel um vini sína og reynir stundum að gera meira úr þeim en efni standa til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

en málinu er hvort sem er reddað.  Gurrí situr heima og ber uppi hróður þessara tímarita á meðan liðið slarkar í Sverige

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2008 kl. 13:58

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Vid erum fjarri godu gamni Steingerdur min en ekki sakna eg thess serstaklega ad vera utan hops. Eg for til London med vinnufelogunum fyrir tsrpum  tveimur arum og ta var gaman enda margir nyir teknirr til starfa og tar a medal eg. Ferdin blandadi ollum saman tengsl myndudust a millli nyrra og hinna sem fyrir voru enda mikid af afskapalega godu folki vid storf tha. Nu eru teir sem tha voru vid vinnu margir hverjir farnir annad og fatt langar mig eins litid eins og ad vinna med nokkrum teirra sem nu starfa hja Birtingi. En itreka ad flest er tetta hid maetasta folk.

Forvitna blaðakonan, 7.3.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Innlitskvitt.
Eigðu góða helgi

Linda Lea Bogadóttir, 7.3.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu góða helgi

Brynja skordal, 8.3.2008 kl. 12:28

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Njótið helgarinnar... sólin skín, það er logn og snjórinn í Esjunni nýfallinn og tær... er á meðan er!

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.3.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband