Skrýtin hugsun

Samkvæmt Magnúsi Þór Hafsteinssyni er sveitarfélagið á Akranesi svo illa statt að það getur ekki tekið á móti nokkrum palestínskum mæðrum sem þurft hafa að flýja ofríki Ísraelsmanna. Ef farið er inn á þessa síðuhttp://www.imemc.org/article/47404 má lesa um ástandið í al Waleed-búðunum og þær hörmungar sem konurnar þurfa að þola. En sennilega eru til Skagamenn sem líka hafa það skítt og hvers vegna þá að rétta fram hjálparhönd? Ef einhver hefur efast um í hverju stefna frjálslynda flokksins í innflytendamálum er fólgin þá hefur Magnús nú tekið af allan vafa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.  En ég er að vona að hann sé einangraður í stefnu sinni í flokknum.  Ekki að ég hafi áhyggjur af Frjálslynda, en mér óar við því ef margir ganga á meðal vor með þetta ógeðisviðhorf.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Skelfilegt ástand þarna, held að Magnús Þór ætti að skreppa í heimsókn þangað.

Tek samt undir sjónarmið margra, um að betra sé að hjálpa fólkinu á þess heimaslóðum en flytja það þúsundir kílómetra að heiman, getum flutt 60 til Íslands en hjálpað 600 á heimaslóðum fólksins, hvers eiga hinir 540 að gjalda sem eru skildir eftir.

Mér finnst við þurfa að endurskoða okkar hjálparstarf, og miða það við hag þess sem við viljum hjálpa, en ekki út frá eigin samviskubiti og þörf á ímyndarkaupum einstakra stjórnmálamanna.

Þetta eru ekki vörur, þetta er lifandi fólk með tilfinningar, og á vini sem og skyldmenni á staðnum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.5.2008 kl. 11:51

3 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Ég held að við hér á Íslandi hljótum að vera aflögufær og getum hjálpað nokkrum ekkjum og börnum þeirra.

Mér finnst ekki skipta máli HVAÐAN eða af hvaða kynþætti þær eru. Þær eru hjálpar þurfi og við getum hjálpað, það nægir að vita það. 

Linda Samsonar Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hversu skrýtið er skrýtið? Hvað erum við í rauninni að tala um? Sjakkkedísjalllekídakk. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.5.2008 kl. 23:53

5 identicon

Já, þegar ástandið er orðið svona slæmt, þá vill maður örugglega ekkert vera að staldra við neitt lengur, bara komast burt hið fyrsta, þetta er hriiikalegt ástand, aumingja fólkið, ekkert hægt annað en að koma því þarna í burtu.  Vonandi verður bara komið fram við þau öll af virðingu.  Ég er alltaf smeyk við fíflin sem allsstaðar búa, að flóttafólkið verði fyrir aðkasti frá þeim ( fíflunum. )  En ég tek líka undir það sem Þorsteinn Valur segir hér fyrir ofan en ástandið virðist vera verulega slæmt þarna og síðan er þetta fólk ekki á sínum heimaslóðum, nota bene!!  En vonandi verður í lagi með börn kvennanna sem koma hingað ( ef þau verða velkomin á Skagann ) að þau nái að aðlagast og að þeim verði hjálpað vel og lengi til þess, t.d. í skólakerfinu.  Hvernig ætli Víetnömsku flóttamönnunum  hafi tekist að aðlagast nýjum heimkynnum á sínum tíma, veit það einhver hérna?? Það væri forvitnilegt að vita það hvort þeir búi ennþá hérna allir og hvernig gangi o.s.frv. gaman að t.d. fá einhvern af þeim í Kastljósið!! Eða í viðtal í einhverju blaði!! Hvað er að frétta af Víetnömunum??

Góða helgi.

alva (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Tek undir það, þetta er skrítin hugsun, en útpæld. - Og eftir því sem ég hef heyrt hefur Magnús komið þarna, og veit að þetta fólk, þessar einstæðu mæður og börn þeirra eiga EKKERT - OG ÞAU EIGA EKKERT HEIMA. 

 - Þau eiga engan samastað í heiminum sem þau geta kallað heima. - Því er það, skylda okkar að taka vel á móti þeim, og leggja okkar að mörkum, til að konurnar og börnin fái loks, að finna fyrir friði, hér í okkar herlausa landi.

- Það er svo óhugnanlega ósvífin "skýring", hjá Magnúsi Þór, að það eigi frekar, að styrkja fólkið á sínum heimaslóðum, þegar hann veit betur, - hann veit að þar er enginn aðgangur á heimaslóðir.

- Hann ætti allavega að vera það upplýstur, sjálfur þingmaðurinn og formaður velferðarráðs Akraness. - Hvað honum gengur til, með framgöngu sinni, þar sem hann er að höfða til lægstu hvata, illa upplýstra einstaklinga, og etja þeim á foraðið,  fyrir sig, og láta þau berjast fyrir "tilbúnum" málstað,  sem hann sjálfur þorir ekki að standa upp og segja hreint út hver er, andspænis þjóðinni. - Er óhugnanlegt.-  

.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.5.2008 kl. 01:11

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Tek undir það sem Alva segir, full þörf á að tala við þá flóttamenn sem hingað hafa komið og meta árangurinn, athuga hvað varð um fólkið og hvað því finnst um þessa aðstoð okkar almennt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.5.2008 kl. 02:38

8 Smámynd: Hugarfluga

Menn með hugsunarhátt eins og Magnús hræða mig.

Hugarfluga, 17.5.2008 kl. 10:32

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Er Magnús ekki bara einangraður með sína skoðun?   :(

Marta B Helgadóttir, 17.5.2008 kl. 23:04

10 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfan sunnudag mín kæra

Brynja skordal, 18.5.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband