Bækur og andleysi

Mikið og lamandi andleysi hefur hrjáð mig að undanförnu og það þrátt fyrir mjög innblásna og stórskemmtilega heimsókn í Himnaríki um síðustu helgi. Himnaríkisfrúin var í sínu besta formi, á flókaskóm og með veraldrarrýnigleraugun. En svona er þetta meira að segja ferlegustu kjaftöskum getur sem sé vafist tunga um tönn. Allt um það. Ég var sem sé að ljúka við Kuðungakrabbana sem er vel skrifuð og áhugaverð bók. Þetta er framhald af Berlínaröspunum og nú bíð ég eiginlega spennt eftir næstu bók því þessi endaði þannig að maður vill gjarnan vita meira. Nú er ég að lesa Laxveiðar í Jemen og skemmti mér konunglega. Sú bók er skrifuð á frumlegan og skemmtilegan en þetta eru bréf, dagbókarbrot, tölvupóstar og útdrættir úr skýrslum sem saman mynda fyndna sögu.l


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Get ekki beðið með að byrja á henni þessari.

Er sjálf algjörlega þurrausin og andlaus.  Hvað er í loftinu?  Rakvélarbllöð?

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfan dag elskuleg

Brynja skordal, 22.5.2008 kl. 10:51

3 identicon

Ég las Belínaraspirnar í fyrra og fannst hún rosagóð, þetta geta norðmennirnir :P Var lengi að komast í gang með hana en þegar fór að líða á ca. miðja bókina, gat ég bara ekki lagt hana frá mér fyrr en henni var lokið og er ein af uppáhaldabókunum mínum í dag. Ég bíð spennt eftir að framhaldið komi á bókasafnið hérna. Það er ein bók á undan, víst, ef ég man rétt, veit ekki hvort hún var þýdd yfir á Ísl. veistu það? Hún var víst rosa góð, segir hin næstumhálfíslenska systir mín sem las hana á norsku.  

  

alva (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband