Misst'ann

Alþekktar eru ýkjur laxveiðimanna sem alltaf missa þann stóra en aldrei hefði mér dottið í hug að þessi árátta gripi mann þótt maður færi að blogga. Ég get nefnilega sagt ykkur að ég hef þjáðst af miklu andleysi undanfarið og ekki dottið neitt í hug að blogga um. Í gærkvöldi lá ég uppi í rúmi og var við það að sofna þegar ég fékk frábæra hugmynd að stórkostlegri færslu. Ég skrifaði hana í huganum og notaði flókið en ákaflega fallegt myndmál og þetta var orðin alveg snilldarpistill. Ég sofnaði út frá hugsunum um jákvæð viðbrögð ykkar bloggvina minna við þessum einstaklega skemmtilegu skrifum og vaknaði í morgun búin að gleyma öllu saman. Mér er gersamlega fyrirmunað að muna bæði um hvað ég ætlaði að skrifa hvað þá hvernig mér fannst heppilegast að setja það saman. Já, það er ekki einleikið með stórlaxana hvað þeim er lagið að sleppa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

og kemur undarlega oft fyrir.........

Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er alveg viss um að þetta var færsla upp á nokkra Nóbela.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 12:05

3 Smámynd: Heidi Strand

Þú verður að taka blokk og blýant með í rúmið. Ég geri það stundum og skissa niður fyrir svefninn.
Það pirrar mig líka að gleyma draumum.

Heidi Strand, 9.6.2008 kl. 20:10

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég er haldin svakalegum "misst´ann" - söguskýringatilhneigingum, varðandi eigin andlegu afköst. Ég fæ ódauðlegar hugmyndir í svefnofunum og gersamlega ómótstæðilegar ditto við stýrið á leið úr og í vinnu. Aldrei annars.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.6.2008 kl. 22:54

5 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Heheheheh, mín elskuleg! Þetta er ferlega fúlt þegar þetta gerist. Það er svo svekkjandi. Reyndar hef ég ekki fengið uppljómun  svona rétt fyrir svefninn, heldur frekar í vinnunni eða á leið frá vinnu þegar ég er að aka og hlusta á fréttir eða hlusta á tónlist svo bara hverfur allt stuttu eftir að ég kem heim. Arrrrggg. Það kemur eitthvert snilldarkorn frá þér á næstunni eins og þín er von og vísa. Knús mín kæra!

Sigurlaug B. Gröndal, 10.6.2008 kl. 19:46

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 10.6.2008 kl. 22:30

7 identicon

já, bara skriffærin á þetta!! Það er eitthvað mikið og merkilegt þetta með svefnrofann...örugglega margar snilldarhugdetturnar og uppfinningarnar sem hafa smollið saman í þessu ástandi...en þeir aðilar...og þær aðiljur hafa þá verið með blokk og blek við rúmstokkinn. Maður ætti kannski að fara að gera það...allavega þú, hehe.

alva (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband