Heimur versnandi fer

Ég var stödd í verslun hér í heimabæ mínum um daginn þegar karl nokkur vindur sér inn úr dyrunum með límónusúran svip á andlitinu. Umsvifalaust tók hann að hella úr skálum reiði sinnar yfir mig og afgreiðslustúlkuna og benti á unglingahóp sem stóð fyrir framan verslunina og hallaði sér fram á hrífur, skóflur og önnur garðverkfæri og var að spjalla saman. Þetta fannst honum til marks um að leti hefði aukist til muna í samfélaginu og vinnusiðgæði Íslendinga að engu orðið. Ég hlustaði á manninn svolitla stund og sagði svo: Já, það er verst að galeiðurnar skuli vera aflagðar. Annars hefðu við geta selt allt þetta lið í þrældóm og látið Rómverja um að berja inn í það einhverja hörku. Karlinn starði á mig gapandi en afgreiðslukonan greip andann á lofti og sagði: Nei, segðu þetta ekki. Hugsaðu um aumingja Breiðuvíkurdrengina. Þetta hefur hins vegar orðið til þess að ég velti alvarlega fyrir mér hvort Íslendingar séu hættir að skilja kaldhæðni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú hefur lent á standard tíuprósentunum sem eru í hverjum hóp.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Heidi Strand

Ég held það sé rétt hjá þér Steingerður.

Heidi Strand, 18.7.2008 kl. 11:37

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - ég held að það sé þannig! Súrt að lenda í því að útskýra kaldhæðnina......

Hrönn Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 11:51

4 identicon

já, sammála þér, kaldhæðnin er alveg að hverfa, því miður...mér líður oft eins og enginn skilji mig...einn stór misskilningur

Góða helgi.

En mér finnst alltaf jafn fyndið að heyra fólk kvarta undan blessuðum börnunum í bæjarvinnunni, það er svona sumarboði hér, þegar þeir eldri fara að ragna út af krökkunum sem vinna "ekkert" í unglingavinnunni, samt er bærinn alltaf voða fínn....mér finnst þau agalega dugleg

alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:53

5 identicon

Mikið var þetta þú, sá fyrir mér svipinn á karlinum, og missti mig úr hlátri

Sigurveig (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:56

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er miður ef fólk ekki skilur íslenska kaldhæðni. Hefur það eitthvað með gáfur að gera .... ??

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:24

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

 Mér finnst svarið hjá þér gott

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.7.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband